Tvær leiksýningar kveðja í Tjarnarbíó

Nú er tveimur sýningum að ljúka í Tjarnarbíó. Súldarsker eftir Sölku Guðmundsdóttur verður sýnt 11. og 12. mars og Svikarinn í uppsetningu Lab Loka verður með síðustu sýningar 13. og 17 mars.



Súldarsker var frumsýnt um miðjan janúar og hefur gengið fyrir fullu húsi síðan þá og hefur þurft að bæta við 8 aukasýningum til að anna eftirspurn.

Verkið segir frá tveimur aðkomukonum skolar upp á hið grámyglulega Súldarsker í ólíkum erindagjörðum. Koma þeirra setur samfélagið úr skorðum og hrindir af stað æsispennandi atburðarás þar sem við sögu koma gamlir vitaverðir, bæjarhátíðin Hryssingsdagar, árásargjarnir mávar, krullumót í félagsheimilinu og síðast en ekki síst leyndardómar hinnar ógangsettu kassettuverksmiðju sem gnæfir yfir samfélaginu.

Leikstjóri er Harpa Arnardóttir og leikarar Aðalbjörg Árnadóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir



Svikarinn með Árna Pétri Guðjónssyni í uppsetningu Rúnars Guðbrandssonar hefur hlotið einróma lof áhorfenda. Þeir hafa í sameiningu unnið leikgerðina sem sækir innblástur m.a. til franska rithöfundarins Jean Genet og byggir einkum á leikverki hans Vinnukonunum (Les Bonnes).

Svikarinn er í senn harmrænt verk og spaugilegt, fullt af reiði og grimmd, freníum, fóbíum og frústrasjónum, - góðlátlegu gríni og ekki sérlega góðlátlegu. Óvægin árás og miskunnarlaus einlægni. Þetta er glíma leikarans við hlutverkið, - og glíma þeirra beggja við sjálfan sig.
Í óreiðunni allri er leikarinn sjálfur þungamiðja og útgangspunktur; sá sem leikur og sá sem leikið er á, sá sem kúgar og er kúgaður, sá sem svíkur og er svikinn.



Hægt er að nálgast nánari upplýsingar og miða á www.tjarnarbio.is og í miðasölu Tjarnarbíós sem er opin alla virka daga milli 13 og 15


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband