Ævintýrið um Augastein í Tjarnarbíó

 

augasteinn
 

Ævintýrið um Augastein er hugljúft jólaævintýri sem frumsýnt var fyrir 10 árum og hefur verið sýnt reglulega á aðventunni bæði hér á landi og í Bretlandi. Verkið byggir á sögunum um sveinstaulana þrettán, syni Grýlu og Leppalúða, sem áttu það til að hrella fólk um jólaleytið, en í ævintýri leikhópsins er það drengurinn Augasteinn sem allt snýst um. Hann lendir fyrir tilviljun í höndum jólasveinanna hrekkjóttu, sem vilja ólmir taka hann að sér, en þegar Grýla kemst á snoðir um tilvist hans æsist leikurinn. Ná jólasveinarnir að bjarga Augasteini úr klóm Grýlu og jólakattarins áður en jólin ganga í garð?

Sýningar eru:

Sunnudaginn 2. des. kl. 14 og 16

Sunnudaginn 9. des kl. 14 og 16 uppselt

Sunnudaginn 16. des kl. 14

Miðaverð er 2500

Leikari: Orri Huginn Ágústsson

Meðleikari og sviðsstjóri: Guðmundur Felixson

Höfundur: Felix Bergsson
Brúður og leikmynd: Helga Arnalds

Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason
Tónlistarstjóri: Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson
Upptökustjóri: Sveinn Kjartansson
Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband