Söngleikja-stund með Margréti Eir

Tjarnarbíó og Majónes - leikhúsbar ætla að standa fyrir margvíslegum tónlistarskemmtunum í framtíðinni þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagská og mat í sal Tjarnarbíó undir nafninu Stundin.   Stórsöngkonan Margréti Eir ríður á vaðið með Söngleikja-Stund föstudaginn 18 mars. 

Margrét Eir hefur löngum verið viðloðin söngleikjaskemmtanir á íslandi, eða frá því hún birtist í Hárinu í Íslensku Óperunni 1994. Síðan þá hefur hún varið tíma í Bandaríkjunum og kynnt sér formið til hlítar. Á söngleikjastundinni í Tjarnarbíó mun hún flytja lög úr ýmsum söngleikjum, bæði gömlum og nýjum, og deila með áhorfendum upplifun sinni á tónlistinni.  Einlægir aðdáendur söngvamynda og söngleikja ættu því ekki að láta þessa kvöldstund fram hjá sér fara.

Fyrir sýninguna munu þær Áslaug Snorra og Anna Bogga galdra fram óvænt, suðrænt og flúrað hlaðborð.  Gestir munu sitja við borð í salnum þar sem skapað verður notarlegt andrúmsloft. Húsið opnar kl. 18.30 og miðaverð er 3900 fyrir mat og tónleika. 

Gestir geta líka keypt miða eingöngu á tónleikana og kosta þeir 2900 og hefjast  kl. 20:00

Hér er á ferðinni upplögð skemmtun fyrir smærri hópa, fyrirtæki og starfsmannafélög. 

Miðasala fer fram á www.tjarnarbio.is og midi.is. Einnig má hafa samband við miðasölu Tjarnarbíó í síma 5272102 og á midasala@tjarnarbio.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband