Færsluflokkur: Lífstíll
27.2.2008 | 01:21
Lókal í Tjarnarbíó
LÓKAL, alþjóðleg leiklistarhátíð sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi verður haldin dagana 5. 9. mars nk. Markmiðið með hátíðinni er að kynna Íslendingum samtímaleikhús frá Evrópu og Bandaríkjunum og tefla um leið fram nýjum verkum íslensks leikhúsfólks. Í fyrstu atrennu verður boðið upp á alls sjö leiksýningar.
Á sunnudeginum klukkan 22:00, sýna þau ERNA ÓMARSDÓTTIR og LIEVEN DOUSSELARE verkið The Talking Tree í Tjarnarbíó. Erna er einn fremsti og virtasti leikhúslistamaður Íslendinga, hefur farið víða um heim með sólóverkefni sín og hlotið frábæra dóma og viðtökur áhorfenda.
Áhorfendum er sérstaklega bent á að umræður verða eftir fyrstu sýningu á öllum verkum erlendu leikhópanna, með þátttöku þeirra. Einnig verða umræður eftir íslensku sýningarnar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2008 | 01:13
Aukasýning á Nosferatu: Í skugga vampírunnar
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2008 | 13:25
Framkvæmdir hefjast 1. apríl
Nú hefur verið tekin ákvörðun um að flýta framkvæmdum á Tjarnarbíó. Húsnæðinu verður lokað 1. apríl 2008 og verður hafist handa við að fjarlægja tæki og gamla muni úr húsnæðinu. Áætlað er að framkvæmdirnar mundu taka 8-12 mánuði. Það verða því mun færri viðburðir í Tjarnarnarbíó en áætlað var. Dagskrá Tjarnarbíós verður birt fljótlega.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2008 | 09:56
THERE IS A POLICE INSIDE OUR HEADS
Verkið er samvinnuverkefni 14 nemenda úr hönnunar-og arkítektúr-, myndlistar-, tónlistar- og leiklistardeildum Listaháskóla Íslands og varð til á einungis 3mur vikum.
Öll listformin sem kennd eru við Listaháskólann voru höfð að leiðarljósi við sköpun verkins og er því um að ræða skemmtilega blöndu tónlistar, hönnunar, myndlistar, videolistar og performans (leiklistar). Óhefðbundin sýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Miðaverð er aðeins 500 kr.
AÐEINS ÞESSI EINA SÝNING!!!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2007 | 21:41
Á nýju ári
Tjarnarbíó verður áfram rekið af SL á næsta ári eða þangað til að framkvæmdir hefjast í húsnæðinu. Áætlað er að þær hefjist í apríl/maí 2008. Þessa dagana er verið að ganga frá bókunum í húsnæðið en þar mun að vanda verða boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Má þar nefna að kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn hefur aftur starfsemi sína, alþjóðlega leiklistarhátíðin Lókal verður með sýningar í Tjarnarbíó. Einnig verða að minnsta kosti 2-3 sýningar á vegum menntaskólana. Að lokum verður boðið upp á fjölbreytta tónleika ásamt nemendasýninga og einstakra viðburða. Um að gera að fylgjast með en hægt er að sjá dagskrá Tjarnarbíós á www.mbl.is/leikhus
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2007 | 23:11
Benny Crespo´s Gang - Útgáfutónleikar
Útgáfutónleikar Benny Crespo´s Gang verða í Tjarnarbíói miðvikudagskveldið 19. desember. Húsið opnar kl. 20:47 og er forsala í verslunum Skífunnar, BT og á midi.is
Benny Crespo´s Gang er hiklaust ein áhugaverðasta hljómsveit landsins um þessar mundir og fyrstu plötu hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu í rokkheimum og dómar og viðtökur hafa ekki látið á sér standa. ,,Gítarkennd, hljóðgerfluð, popp, metal kássa" eru orð sem kunna að koma upp í hugann. Og kannski ekki. Þú verður bara að kanna hvort Benny Crespo´s Gang, sem er rómað tónleikaband, nær að skila ótrúlegri orkunni inn á plötu. Magnús, Lovísa, Helgi og Bassi eru þó sammála um það hafi tekist, þótt þau séu ekki sammála um neitt annað.
Linkur: http://www.myspace.com/bennycresposgang
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2007 | 19:59
Tvær sýningar eftir á Heddu Gabler.
Nú eru aðeins tvær sýningar eftir á Heddu Gabler eftir Henrik Ibsen, sem Fjalakötturinn sýnir í Tjarnarbíói.
Laugardaginn 1.des kl. 20:00
Laugardaginn 8.des kl. 20:00
Leikstjóri: Björn Gunnlaugsson
Leikarar: Eline McKay, Jón Ingi Hákonarson, Alexía Björg Jóhannesdóttir, Sigurður Skúlason, Valdimar Flygenring, Ragnheiður Steindórsdóttir og Soffía Jakobsdóttir.
Leikmynd og búningar: Helga Rún Pálsdóttir
Tónlist: Ragnheiður Gröndal
Lýsing: Sveinn Benediktsson
Leikgervi: Kolbrún Birna Halldórsdóttir
Miðasalan er opin alla daga frá kl. 17:00-20:00 og sími miðasölu er 551 2477.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2007 | 19:56
Framkvæmdir hefjast næsta vor
Nú hefur verið ákveðið að hefja framkvæmdir næsta vor á Tjarnarbíó. Búið er að stofna nefnd til að undirbúa framkvæmdirnar en í henni sitja fulltrúar frá menningar- og ferðamálasviði, framkvæmdasviði og fulltrúi SL.
Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki í byrjun árs 2009.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 17:48
Reykjavíkurborg samþykkir að hefja framkvæmdir
Til hamingju Reykvíkingar!
Nú hefur Reykjavíkurborg samþykkt að hefja á næsta ári framkvæmdir á Tjarnarbíó. Sú þrotlausa vinna sem SL hefur lagt í síðastliðin ár er orðin að veruleika. Eftir að hafa rekið húsnæðið í 13 ár fyrir borgina hefur draumur SL um öfluga sviðslistamiðstöð þar sem boðið verður upp á úrvals leik- og kvikmyndasýningar orðið að veruleika.
Árið 2003 var unnin stefnumótunar skjal á vegum SL og var eitt af markmiðum félagsins að koma á fót fræðslu- og menningarsetri. Í kjölfarið var stofnuð húsnæðisnefnd á vegum SL en í henni sátu Felix Bergsson, Vilhjálmur Hjálmarsson ásamt framkvæmdastjóra Kristínu Eysteinsdóttur/Gunnar Gunnsteinsson. Þessi nefnd fór ofan í kjölinn á þeim möguleikum sem voru í boði og lagði fram tillögu um breytingar á Tjarnarbíó er myndu nýtast starfsemi atvinnuleikhópa betur. Einnig var ákveðið að samnýta húsæðið með kvikmyndasýningum og hefur verið tekið tillit til þess þáttar við hönnunina.
Það er von SL að í ársbyrjun 2009 muni hið fornfræga hús, Tjarnarbíó opna með bavúr!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2007 | 18:20
Hedda Gabler frumsýnd í Tjarnarbíó
Hedda Gabler í uppsetningu Fjalakattarins verður frumsýnd í Tjarnarbíó föstudaginn 17. nóvember.
Hedda Gabler kom fyrst fyrir almenningssjónir árið 1891. Verkið fjallar um yfirstéttarkonu sem hrífst af ævintýralegu líferni, hugrekki og valdi, en sér slíkt einungis í tengslum við líf karla. Hún laðar þá að sér og kann vel við félagsskap þeirra en getur ekki lifað lífi sínu jafnfætis þeim.
Með þessu verki er Ibsen gagngert að fjalla um konu sem skortir hugrekki til að ná tökum á sínu eigin lífi, og þarf því að skipta sér af lífi annarra með skelfilegum afleiðingum.
Ibsen var ekki bara á undan sínum samtíma þegar hann sló fram þessari gagnrýni á stöðu konunnar, heldur tókst honum að varpa fram svo áleitinni spurningu, um það hvernig við sem manneskjur skilgreinum frelsi okkar og fjötra, að verkið virðist ávallt standast tímans tönn.
Leikarar
Eline McKay, Jón Ingi Hákonarson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Soffía Jakobsdóttir, Valdimar Flygenring, Alexía Björg Jóhannesdóttir og Sigurður Skúlason.
Miðasala er á www.midi.is og í síma 5512477
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)