Færsluflokkur: Lífstíll

Ævintýrið um Augastein í Tjarnarbíó

 

augasteinn
 

Ævintýrið um Augastein er hugljúft jólaævintýri sem frumsýnt var fyrir 10 árum og hefur verið sýnt reglulega á aðventunni bæði hér á landi og í Bretlandi. Verkið byggir á sögunum um sveinstaulana þrettán, syni Grýlu og Leppalúða, sem áttu það til að hrella fólk um jólaleytið, en í ævintýri leikhópsins er það drengurinn Augasteinn sem allt snýst um. Hann lendir fyrir tilviljun í höndum jólasveinanna hrekkjóttu, sem vilja ólmir taka hann að sér, en þegar Grýla kemst á snoðir um tilvist hans æsist leikurinn. Ná jólasveinarnir að bjarga Augasteini úr klóm Grýlu og jólakattarins áður en jólin ganga í garð?

Sýningar eru:

Sunnudaginn 2. des. kl. 14 og 16

Sunnudaginn 9. des kl. 14 og 16 uppselt

Sunnudaginn 16. des kl. 14

Miðaverð er 2500

Leikari: Orri Huginn Ágústsson

Meðleikari og sviðsstjóri: Guðmundur Felixson

Höfundur: Felix Bergsson
Brúður og leikmynd: Helga Arnalds

Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason
Tónlistarstjóri: Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson
Upptökustjóri: Sveinn Kjartansson
Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir.


Póker í Tjarnarbíó

poker

Leikhópurinn Fullt Hús sýnir Póker eftir Patrick Marber

Leikverkið er svört kómedía sem kafar í heim karlmennsku, valdatafls, pókerspilamennsku, keppnisanda, fíknar og kennir öllum að þú skalt ávallt spila með andstæðinginn en ekki spilin sjálf sama hvað er í hvað er í húfi. Þetta er bráðskemmtilegt verk sem samsvarar mjög vel því sem er að gerast í samfélaginu í dag.

Leikritið hefur farið sigurförum um allt Bretland og Bandaríkin og unnið til margra verðlauna. T.d. Besta West End leikritið valið af samtökum leikskálda árið 1995 og var einnig valinn besti gamanleikurinn sama ár af Evening Standard.

Leikstjóri: Valdimar Örn Flygenring Leikarar: Jón Stefán Sigurðsson , Ellert A. Ingimundarson, Þorsteinn Gunnar Bjarnason, Magnús Guðmundsson, Finnbogi Þorkell Jónsson, Ingi Hrafn Hilmarsson.

Framleiðandi: Vala Ómarsdóttir

Ljósahönnun: Björn Elvar Sigmarsson

Hljóðmynd: Ásta Kristín Guðrúnardóttir

Leikmynd: Svanur Þór Bjarnason

Tæknistjórn: Hinrik Þór Svavarsson

Sýningarstjóri: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir

Lagaval: Arnar Snær Davíðsson

Höfundur verks: Patrick Marber

Þýðandi: Jón Stefán Sigurðsson

Frekari upplýsingar: http://www.fullthus.net


Úthlutun leiklistarráðs 2011

Mánudaginn 14. febrúrar tilkynnti leiklistarráð hvaða leikhópar fengu úthlutun til uppsetninga atvinnuleikhópa 2011 en blaðamannafundur var haldin í Tjarnarbíó.   Úthlutun leiklistarráðs 2011Sviðslistahópurinn 16 elskendur / Ylfa Ösp Áskelsdóttir o.fl. 8.000 þús. kr. til uppsetningar á verkinu Sýning ársins. Common Nonsense / Valur Freyr Einarsson o.fl. 4.000 þús. kr. Vegna uppsetningar á verkinu Tengdó. Fígúra / Hildur M. Jónsdóttir o.fl. 3.950 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Gamli maðurinn og hafið. Aldrei óstelandi / Edda Björg Eyjólfsdóttir o.fl. 3.600 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Fólk í myrkri- morðsaga. Netleikhúsið Herbergi 408 / Steinunn Knútsdóttir o.fl. 5.500 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Jöklar – sex leiksýningar í einni. Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan / Katrín Gunnarsdóttir o.fl. 4.850 þús. kr. vegna uppsetningar á leikverkinu Slap! Ég og vinir mínir / Álfrún H. Örnólfsdóttir o.fl. 3.600 þús. kr. vegna uppsetningar á leikverkinu Kamelljón. Kvenfélagið Garpur / Sólveig Guðmundsdóttir o.fl. 4.650 þús. kr. vegna uppsetningar á leikverkinu Beðið eftir Godot. Framandverkaflokkurinn Kviss búmm bang / Eva Rún Snorradóttir o.fl. 600 þús. kr. vegna uppsetningar á leikverkinu Hótel Keflavík. Naív/Himneska / Sigtryggur Magnason o.fl. 4.800 þús. vegna uppsetningar á leikverkinu Nú er himneska sumarið komið. Söguleikhúsið / Sigríður Margrét Guðmundsdóttir o.fl. 3.150 þús. kr. vegna uppsetningar á leikverkinu Töfraheimur heiðninnar. The Island Project / Friðgeir Einarsson o.fl. 3.500 þús. kr. vegna uppsetningar á leikverkinu The Island Project. Tinna Grétarsdóttir 900 þús. kr. til uppsetningar á leikverkinu Út í veður og vind. Málamyndahópurinn / Þórdís Elva Þorvaldsdóttir o.fl. 1 millj. kr. þróunarstyrkur vegna leikverksins Fyrirgefningin. Pálína frá Grund / Pálína Jónsdóttir o.fl. 1 millj. kr. þróunarstyrkur vegna leikverksins Gestaboð Babettu. Alls sóttu 67 aðilar um fjármagn til 85 verkefna auk sex umsókna um samstarfssamninga. Á fjárlögum 2011 eru alls 58,4 millj. kr. til starfsemi atvinnuleikhópa. Af þeirri upphæð renna 4 millj. kr. til skrifstofu Sjálfstæðu leikhúsanna skv. ákvörðun Alþingis. Samtals er úthlutað til einstakra verkefna 53,1 millj.kr. Í leiklistarráði eru Guðrún Vilmundardóttir, formaður, skipuð án tilnefningar, Jórunn Sigurðardóttir, tilnefnd af Leiklistarsambandi Íslands og Hera Ólafsdóttir, tilnefnd af Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa.   Hægt er að nálgast formlega fréttatilkynningu Menningar- og menntamálaráðuneytisins á heimasíðu ráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/

Augusto Boal: Ávarp á alþjóða leiklistardaginn 27. mars 2009

Allt mannlegt samfélag er sýning og við ákveðin tækifæri býr þetta samfélag til sýningar. Það er sýning í sjálfri samfélagsgerð sinni og býr til sýningar eins og þá sem þú ætlar að sjá hér í kvöld.
 
Jafnvel þótt við komum ekki auga á það, þá eru mannleg samskipti byggð upp eins og í (leik)sýningu. Rýmisnotkun, líkamstjáning, orðaval og tónfall, framsetning hugsana og tilfinninga – allt sem við höfumst að á leiksviðinu, gerum við jafnframt í daglegu lífi: Allt er leiksvið.
 
Brúðkaup og jarðarfarir eru sýningar, en einnig hversdagslegir siðir sem við þekkjum svo vel, að við áttum okkur ekki á því að þeir eru sýningar. Stórar hátíðarsamkomur eru sýningar og athafnir okkar við morgunverðinn eru það einnig. Að skiptast á kveðjum, óframfærin og varfærnisleg fæðing ástarinnar, eldheitar orrustur tilfinninganna, fundir Alþingis og samkomur stjórnarerindreka, - allt eru þetta sýningar.
 
Eitt höfuðhlutverk listar okkar er að benda á hinar hversdagslegu sýningar þar sem leikararnir eru jafnframt eigin áhorfendur, þar sem leiksvið og áhorfendasalur eru eitt. Öll erum við leikarar. Með því að leika lærum við að sjá það sem blasir við okkur hvern einasta dag  en sjáum samt ekki þar sem við erum ekki vön að skoða það.  Allt sem við þekkjum svo vel verður ósýnilegt  - en að leika er að varpa ljósi á  sviðið sem er okkar daglega líf.
 
Í september síðast liðnum urðum við óvænt vitni að leikrænni opinberun: Við sem héldum að við byggjum í tryggum heimi, þrátt fyrir stríð og þjóðarmorð, þrátt fyrir fjöldamorð og pyntingar, - í fjarlægum löndum. Okkur, sem lifðum í öryggi og vorum fullviss um að fjármunir okkar væru í öruggum höndum  virtra bankastofnana eða heiðvirðra verðbréfamiðlara, var nú sagt að þessir eignir okkar væru alls ekki lengur til, væru sýndarveruleiki, ömurlegur uppspuni einhverra viðskiptafræðinga sem hvorki voru sýndarveruleiki, áreiðanlegir né heiðvirðir.
 
Allt var bara léleg sýning með sorglegum söguþræði, þar sem nokkrir græddu mikið og margir töpuðu öllu. Stjórnmálamenn ríku landanna funduðu fyrir luktum dyrum og komu með töfralausnir. Og við, fórnarlömb ákvarðana þeirra, sitjum enn á aftasta bekk áhorfendasalarins.
 
Fyrir tuttugu árum síðan setti ég „Fedru“ eftir Jean Racine á svið í Ríó de Janeiró. Sviðsmyndin var fátækleg: Kálfskinn á gólfi og bambus allt um kring. Fyrir hverja sýningu sagði ég við leikarana: „Sögunni sem við höfum skáldað frá degi til dags lýkur þegar þið gangið inn fyrir bambusvegginn, inn á sviðið, og þá hefur ekkert ykkar leyfi til að ljúga. Sýningin er hinn faldi sannleikur.“
 
Þegar við virðum heiminn fyrir okkur handan við það sem við höfum fyrir augum okkar, sjáum við kúgara og hina kúguðu, alls staðar, í öllum samfélögum, hjá öllum þjóðflokkum, í öllum þjóðfélagsstéttum og hópum. Við sjáum óréttlátan og grimman heim.  Við verðum að búa til annan heim, vegna þess að við vitum að hann er hugsanlegur. Það er undir okkur komið að byggja af eigin rammleik upp slíkan heim með því að ganga á svið, bæði á svið leikhússins og lífsins.
 
Takið þátt í sýningunni sem nú er að hefjast og þegar þið komið heim til ykkar leikið þá með vinum ykkar eigin leikrit og skoðið það sem þið gátuð aldrei áður séð: Það sem er augljóst. Leikhús er ekki einungis viðburður, það er lífsmáti
Við erum öll leikarar. Að vera þegn er ekki einungis að búa í samfélagi.  Þegn er sá sem breytir því!
  
Augusto Boal er fæddur í Rio de Janeiro í Brasilíu 1931. Hann starfar sem leikstjóri, leikskáld og leikhúshugsuður og er einn fremsti leikhúsfrömuður heims. Hann þróaði leiklistaraðferðir á fimmta áratug síðustu aldar sem hann nefndi „Leikhús hinna kúguðu“ og breiddist út um alla latnesku Ameríku. Síðar þróaði hann „Ósýnilega leikhúsið“ og loks „Löggjafarleikhúsið“.  Hann var tilnefndur til Friðarverðlauna Nóbels 2008. 

Þýðandi: Hafliði Arngrímsson 


Vinna heldur áfram

Gleðilegt nýtt ár.  Enn er verið að vinna í Tjarnarbíó og er búið að reysa vinnupalla í salnum til að auðvelda vinnu við loftið.  Sjá myndir í myndaalbúmi.

 


Pallborð í Iðnó

Pallborð
 

Sjálfstæðu leikhúsin standa fyrir pallborði um samstarf sviðslistastofnanna og leikhópaí Iðnó föstudaginn 5. desember kl. 12-13:30 Á pallborði verða:Karítas H. Gunnarsdóttir - skrifstofustjóri menningarmála í Menntamálaráðuneytinu /Inga Jóna Þórðardóttir- formaður LR /Aino Freyja Järvelä - formaður SL /Viðar Eggertsson – leikstjóri og forseti leiklistarsambandssins/ Arndís Hrönn Egilsdóttir – forsvarsmaður Sokkabandsins/Gunnar I. Gunnteinsson – MA í menningar- og menntastjórnun.  Fundastjóri: Felix Bergsson  Aðagangur ókeypis  og léttur hádegisverður í boði Skráning á leikhopar@leikhopar.is www.leikhopar.is


Allt á fullu...

Búið er að steipa anddyri og verið að vinna í salargólfi.  Sjá myndir í albúmi.

Áhorfendabekkir á lausu - núna!

Þar sem framkvæmdir eru hafnar í Tjanarbíó og byrjað að rífa innan úr húsnæðinu eru  allir áhorfendabekkir leikhúsinns falir enda verða nýjir bekkir keyptir í húsnæðið eftir að framkvæmdum lýkur.  Hefur einhver áhuga á að eignast þessa bekki?  Þeir eru rauðir og eru um 10-12 ára gamlir.   Alls eru þetta um 200 sæti – í misjöfnu ástandi en sl. september  var farið yfir þá og nokkrir yfirdekktir og þrifnir.  Ekki er nauðsynlegt að kaupa alla í einu heldur mun framboð og eftirspurn ráða för.   Þar sem það verður að losna við bekkina sem fyrst til að framkvæmdir geti haldið áfram óskum við eftir skjótum viðbrögðum frá ykkur.  Hér er ekki tími til að vega og meta heldur hrökkva eða stökkva.  Bekkirnir verða að fara út úr húsinu nk. föstudag  25. apríl.  Að öðrum kosti verður þeim fargað.  Ef þið hafið áhuga þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu SL með því að senda tölvupóst á leikhopar@leikhopar.is og í kjölfarið munum við hafa samband til að fara yfir málin. 

Dans í hugans rými - Ördansahátíð 2008



Ördansahátíð verður haldin í sjötta sinn laugardaginn 10. maí 2008
í Kaffivagninum úti á Granda og hefst hátíðin klukkan 15.00.


Hátíðin í ár er helguð dansverkum hugans og munu þau ekki eiga sér stað í efnislegu formi.
Um er að ræða dansverk sem eru lesin eða þeim lýst og munu því verkin aðeins finna sér form í rými hugans.
 
Hátíðin hefur frá upphafi verið helguð stuttum, staðsértækum dansverkum.
Ördansahátíð var fyrst haldin árið 2003 í íbúð og garði við Nýlendugötuna, árið eftir í listasamsteypunni Klink og Bank
þá í Góða hirðinum  og svo á Tjarnarbakkanum.
Síðast átti hátíðin sér stað í tímrýminu á milli 15.00 og 15.03, laugardaginn 7. apríl 2007.
Allt sem átti sér stað í þessu tímarými, hvar sem var á jörðinni, var ördans.
Aldrei hefur þátttakan verið eins mikil þó allflestir flytjendur hafi verið ómeðvitaðir um þátttöku sína í
þessari fimmtu Ördansahátíð sem teygði anga sína yfir gjörvalla jörðina.
 
Í ár fer hátíðin hinsvegar ekki fram í efnislegu rými heldur í hugans rými, nánar tiltekið í hugum áheyrenda
og því má fullyrða að aldrei hafi sýningarrýmið verið jafn ótakmarkað og nú.

 
Tekið verður á móti tilkynningum um verk fyrir hátíðina
á
olofingolfs@hive.is eða steinunn_knutsdottir@hotmail.com.
Lokafrestur til að melda sig er 7.maí.

Tilgreina skal titil verksins og flytjanda.
Ef þess er óskað geta hátíðarhaldarar (Ólöf og Steinunn) lesið verkin
og skulu þá lýsingar berast á word skjali í viðhengi.
Hámarkslengd verkanna er 1800 slög með bilum (uþb. 300 orð).

Flutningur verkanna:
 
  • Höfundar dansverka geta flutt verkið sjálfir eða fengið aðra til þess.
  • Höfundar geta lesið verkin á þann hátt sem þeir kjósa.
  • Áhorfendur munu sitja við borð með sinn kaffibolla meðan á hátíðinni stendur.
  • Uppröðun borða á Kaffivagninum verður eins og venjulega.
  • ATH! verkin skulu ekki vera lengri en 300 orð.

Öllum lífslistamönnum er opin þáttaka á hátíðinni.
Nánari upplýsingar veita Ólöf Ingólfsdóttir í síma 8976140 eða Steinunn Knútsdóttir í síma 6640488

DON'T HATE - PROCREATE

Samband ungra sviðslistamanna (Sus) lýsir eftir verkum fyrir
sviðslistahátíðina artFart 3 sem haldin verður í ágúst 2008.

Sviðlistahátíðin artFart 3 er vettvangur fyrir framúrstefnu og
tilraunamennsku í íslenskri sviðslist. Við leitum að listamönnum sem
hafa eitthvað að segja um samfélagið sem við lifum í og eru tilbúin að
vinna hörðum höndum að framþróun og nýsköpun í sinni list. Ekki er
unnt að veita umsækjendum þóknun í formi fjármagns en þeir listamenn
sem valdir verða fá sýningaraðstöðu og aðstoð við kynningu á verki í
formi auglýsinga, fjölmiðlaumfjöllunar o.s.frv. Valin verða nokkur
meginverk til að setja upp í völdum rýmum miðsvæðis í Reykjavík og enn
fleiri minni verk verða hluti af óhefðbundnari og frjálslegri dagskrá
sem skipulögð verður samhliða.

Í ár er leitað að eftirfarandi:
a) Fullunnum stærri verkum eða hugmyndum sem eru langt á veg komnar.
Þeim skal fylgja ýtarleg lýsing á hugmynd (konsepti), umfangi,
tímaramma vinnuferlis og fjárhagsáætlun. Ef þessar upplýsingar eru
ekki til staðar verður verkið ekki tekið til greina. Hvert verk skal
vera minnst 20 mínútur.
b) Styttri verkum, gjörningum, staðsértækum verkum (site specific),
spunaverkum, lifandi innsetningum (performance installation), o.s.frv.
Allar hugmyndir verða teknar til greina.
c) Fyrirlestrum, að vekja athygli á einhverju sem tengist list,
fræðslu um starfandi eða merkilega listamenn, umræðum um stöðu
sviðslistar á Íslandi, og fleira í þeim dúr. Allar hugmyndir verða
teknar til greina.

Umsóknum skal skila fyrir 17. apríl 2008 til: svidslist@gmail.com

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband