Færsluflokkur: Dægurmál

Borko heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíó

borko

Tónlistarmaðurinn Borko heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói á fimmtudaginn til að fylgja eftir sinni fyrstu breiðskífu, Celebrating Life. Platan kom út í byrjun mars og hefur fengið lofsamlegar umsagnir hjá gagnrýnendum.

Hún var sögð „fyrsta íslenska snilldarplatan á árinu 2008" í Fréttablaðinu og „í heild sinni hreinasta afbragð" í Morgunblaðinu.

Borko til halds og traust verður hljómsveit sem er skipuð þeim: Núma Þorkatli Thomassyni, Guðmundi Óskari Guðmundssyni, Róberti Sturlu Reynissyni, Örvari Þóreyjarsyni Smárasyni, Leifi Jónssyni og Ara Braga Kárasyni.

Húsið opnar klukkan 20:30 en tónleikarnir hefjast kl. 21 og hljómsveitin Seabear hitar upp. Miðaverð er 1200 krónur og forsala fer fram á midi.is.


Nýr penni í nýju lýðveldi

logo_Omdur

Málþing um rithöfundinn Elías Mar

Laugardaginn 29. mars, klukkan 13.30 til 16.00 í Tjarnarbíói Útgáfufélagið Omdúrman stendur fyrir málþingi um Elías Mar laugardaginn 29. mars. Á þinginu verður rætt um rithöfundinn Elías Mar, skáldsögur hans og útgefanda; um æskulýðsmenningu í Reykjavík og íslenskt samfélag eins og það birtist í sögum Elíasar. Einnig verður rætt um hina leyndardómsfullu frásögn Þórðar Sigtryggssonar sem Elías skráði á árunum 1960 til 1965. Elías Mar (f 1924) lést í maí fyrir tæpu ári. Bækur hans hafa verið ófáanlegar um langt árabil og sjálfur leit hann svo á að hann væri gleymdur rithöfundur. En áhugi á verkum Elíasar hefur farið vaxandi undanfarin ár, enda eru þau skrifuð í deiglu hins nýja lýðveldis þegar nýtt samfélag verður til með nýtt tungutak, nýja stéttskiptingu, nýja tónlist, alþjóðlega æskulýðsmenningu, marglaga borgarsamfélag og hersetu. Þingið hefst með stuttri gönguferð um sögusvið skáldsagnanna „Eftir örstuttan leik“ og „Vögguvísa“. Leiðsögumaður Hjálmar Sveinsson.  Erindi: Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur ræðir um skáldsöguna „Eftir örstuttan leik“, fyrstu skáldsögu Elíasar Marar. Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur fjallar um æskulýðsmenningu í Reykjavík á árunum 1945 til 1955 Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur ræðir um rithöfundinn Elías Mar og útgefanda hans Ragnar í Smára. Jón Karl les meðal annars brot úr sögu Ragnars sem hann er að skrifa  Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur fjallar um prófarkalesarann Elías og um einnig um skáldsöguna „Sóleyjarsögu“ Hjálmar Sveinsson útvarpsmaður og útgefandi fjallar um hina leyndardómsfullu sögu Þórðar Sigtryggssonar, síðasta stórverk Elíasar Marar.

Alþjóða leiklistardagurinn, 27di mars 2008

Ávarp frá Robert Lepage:

 

Það eru til margar kenningar um uppruna leikhússins, sú sem hefur ætíð heillað mig mest er dæmisaga.

 

Nótt eina, í upphafi daga, var hópur fólks saman kominn í hellisskúta, þar sem fólk yljaði sér við eld og sagði hvert öðru sögur. Þá var það að einhverjum datt í hug að standa á fætur og nota skugga sinn til þess að myndskreyta sögu sína. Með hjálp birtunnar frá eldinum, lét hann yfirnáttúrlegar persónur birtast á hellisveggjunum. Hinir voru yfir sig hrifnir, þegar birtust þeim hver á eftir öðrum; sá sterka og hinn veiki, kúgarinn og hinn kúgaði, Guð og dauðlegir menn.

 

Á okkar tímum hafa ljóskastarar komið í staðinn fyrir bálköst og sviðsmyndir í staðinn fyrir hellisveggi. Án þess ég vilji hnýta í hreinstefnumenn, minnir þessi saga okkur á að tæknin hefur frá fyrstu tíð verið ómissandi þáttur  leikhússins. Tæknina má ekki sjá sem ógn, heldur einmitt tækifæri til þess að sameina krafta.

 

Framtíð leiklistarinnar er undir því komin að hún endurnýi sig stöðugt og tileinki sér ný verkfæri og ný tungumál. Hvernig á leikhúsið að geta haldið áfram að vitna um átakalínur samtímans og vera merkisberi mannlegrar samkenndar, ef það tileinkar sér ekki víðsýni? Hvernig getur leikhúsið státað af því að bjóða upp á lausnir við óumburðarlyndi, útilokun og kynþáttahyggju, nema það rugli sjálft reytum við nýja mótleikara?

 

Til þess að geta sýnt heiminn í allri sinni flóknu dýrð verður listamaðurinn að bjóða upp á ný form og nýjar hugmyndir og treysta dómgreind áhorfandans, sem kann að lesa skuggamyndir mannkyns í hinum endalausa leik ljóss og skugga.

 

Sá sem leikur sér að eldi getur brennst. En hann getur líka heillast og uppljómast.

   

                        Þýðandi: Guðrún Vilmundardóttir.

 
 

Róbert Lepage

        Er kanadískur galdramaður í leikhúsi og undrabarn. Hann er jafnvígur   sem leikstjóri í leikhúsi, leikari, sviðsmyndahönnuður og        kvikmyndaleikstjóri. Frumleiki    hans og sköpun hefur borið hróður hans          víða um heim og er hann einn virtasti   leikhúslistamaður heims um þessar      mundir.

        Hann fæddist í Quebec 1957 og eftir að hann gekk til liðs við leikhúsið           hefur hann verið jafnvígur á að finna nýjar leiðir til að túlka samtímann      sem og að brjóta klassísk verk leikbókmenntana til mergjar og færa         fram kjarna þeirra á nýstárlegan hátt.

 

Sýðasti sýningadagur Fjalakattarins

Í dag, mánudaginn 24. mars lýkur sýningum Fjalakattarins í Tjarnarbíó.  Nánari upplýsingar og miðasala fer fram á heimasíðunni www.fjalakottur.is

Mánudagur, 24. mars

15.00 | Les Deux Anglaises et le Continent

17.30 | Le Dernier Métro

20.00 | Jules et Jim

22.00 | La Peau Douce


Lókal í Tjarnarbíó

LÓKAL, alþjóðleg leiklistarhátíð – sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi – verður haldin dagana 5. – 9. mars nk.  Markmiðið með hátíðinni er að kynna Íslendingum samtímaleikhús frá Evrópu og Bandaríkjunum og tefla um leið fram nýjum verkum íslensks leikhúsfólks.  Í fyrstu atrennu verður boðið upp á alls sjö leiksýningar.

Á sunnudeginum klukkan 22:00, sýna þau ERNA ÓMARSDÓTTIR og LIEVEN DOUSSELARE verkið The Talking Tree í Tjarnarbíó. Erna er einn fremsti og virtasti leikhúslistamaður Íslendinga, hefur farið víða um heim með sólóverkefni sín og hlotið frábæra dóma og viðtökur áhorfenda.

Áhorfendum er sérstaklega bent á að umræður verða eftir fyrstu sýningu á öllum verkum erlendu leikhópanna, með þátttöku þeirra.  Einnig verða umræður eftir íslensku sýningarnar.


MR sýnir - Nosferatu: Í skugga vampírunnar

Nosferatu
Leikritið er hrollvekja. Kómískur splatter. Mikið af blóði og mikið gaman. Hljómsveitin Rökkurró sér um alla tónlist, sem er öll frumsamin.
Leikstjóri er Ólafur S.K. Þorvaldz.

Sýningar verða:

  • fös. 22. feb. 2008, kl. 20:00 [Frumsýning]
  • þri. 26. feb. 2008, kl. 20:00
  • mið. 27. feb. 2008, kl. 20:00
  • fim. 28. feb. 2008, kl. 20:00
  • fös. 29. feb. 2008, kl. 20:00

Dagskrá Fjalakattarins

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um þær myndir sem verða á Fjalakettinum núna í vor:

Sunnugadur, 17. feb

17.00 | Joy Division

20.00 | Voleurs de Chevaux

22.00 | Joy Division

 

 

Mánudagur, 18. feb

17.00 | Voleurs de Chevaux

20.00 | Put Lubenica

22.00 | Voleurs de Chevaux

 

Sunnugadur, 24. feb

15.00 | Put Lubenica

17.00 | Joy Division

20.00 | Yella

22.00 | Put Lubenica

 

Mánudagur, 25. feb

 

17.00 | Menneskenes Land – min film om Grønland

20.00 | Requiem

22.00 | Joy Division

 

MARS

Sunnudagur, 2. mars

15.00 | Så som i Himmelen

17.00 | Requiem

20.00 | Leinwandfieber

22.00 | Menneskenes Land – min film om Grønland

 

 

Mánudagur, 3. mars

 

17.00 | Yella

20.00 | Menneskenes Land – min film om Grønland

22.00 | Requiem

 

 

 

 

Mánudagur, 10. mars

17.00 | Leinwandfieber

20.00 | Suden vuosi

22.00 | Yella

 

 

Sunnudagur, 16. mars

15.00 | Ketill + other short nordic films

17.00 | Så som i Himmelen

20.00 | Ketill + other short nordic films

22.00 | Så som i Himmelen

 

 

Mánudagur, 17. mars

15.00 | Leinwandfieber

17.00 | Suden vuosi

20.00 | Så som i Himmelen

22.00 | Suden vuosi

 

 

Laugardagur, 22. mars

15.00 | Le Dernier Métro

17.30 | La Peau Douce

20.00 | La Femme d’à côté

22.00 | Jules et Jim

 

Sunnudagur, 23. mars

15.00 | Jules et Jim

17.00 | Les Deux Anglaises et le Continent

20.00 | Le Dernier Métro

22.30 | La Femme d’à côté

 

Mánudagur, 24. mars

15.00 | Les Deux Anglaises et le Continent

17.30 | Le Dernier Métro

20.00 | Jules et Jim

22.00 | La Peau Douce


Fjalakötturinn

fjalalogo_main_01

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík endurreisti á síðasta ári kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn ásamt fagfélögum kvikmyndagerðarmanna og leikara. Fjalakötturinn býður upp á vikulegar sýningar á sunnudögum og mánudögum, í Tjarnarbíói, sem hefjast þann 17. febrúar 2008 og lýkur 24. mars. Sýningartimar eru að jafnaði kl. 15,17, 20 og 22.
Með sýningum á nýjum og spennandi myndum í bland við eldri djásn verður dagskráin eins fjölbreytt og ríkuleg og á síðasta ári. Allt í allt verða 18 kvikmyndir í fjórum meginflokkum sýndar á tímabilinu, auk sératburða. Fjalakötturinn einsetur sér að kynna fyrsta flokks kvikmyndir sem rata ekki endilega inn í hin hefðbundnu kvikmyndahús höfuðborgarsvæðisins.

Erlend djásn (3 myndir)
Þrátt fyrir að sýndar hafi verið hátt í hundrað myndir á kvikmyndahátíðinni 2007 komust fjölmargar kvikmyndir ekki á dagskrá – annaðhvort vegna þess að eintökin voru ekki á lausu meðan á hátíðinni stóð eða þá að myndirnar töldust aðeins of gamlar til að vera með í veislunni. Fjalakötturinn tekur til sýninga brot af því besta sem ekki var pláss fyrir á hátíðarborðinu.

Nýjar þýskar kvikmyndir (3 myndir)
Þýsk kvikmyndagerð hefur verið í mikilli uppsveiflu undanfarið og fjöldi áhugaverða nýrra mynda hefur verið á hátíðarrúntinum síðustu ár. Nokkrar þeirra verða sýndar í Fjalakettinum 2008.

Norðurlönd (7 myndir)
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefur alltaf ræktað tengslin við frændur okkar á Norðurlöndum. Að þessu sinni sýnir Fjalakötturinn myndir frá Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Íslandi.

Truffaut-helgi (5 myndir)
Francois Truffaut (1932–84) er einn frægasti kvikmyndaleikstjóri Frakka og frumkvöðull frönsku nýbylgjunnar, sem kennd er við rómantík tímabil og breytta hugmyndafræði. Franska nýbylgjutímabilið er vel þekkt í kvikmyndasögu samtímans og hefur haft mikil áhrif á kvikmyndagerð seinni tíma. Truffaut leikstýrði fyrstu mynd sinni árið 1959, Les 400 coups sem var brautryðjandaverk og aflaði frönsku nýbylgjunni mikillar athygli, bæði í Frakklandi og erlendis. Um páskahelgina sýnir Fjalakötturinn fimm klassískar kvikmyndir eftir franska meistarann.

Allar upplýsingar er að finna á www.fjalakottur.is


Herranótt og Fjalakötturinn

Í febrúar mun Herranótt vera með aðstöðu í Tjarnarbíó ásamt Fjalakettinum.  Áætlað er að Fjalakötturinn verði með sýningar á sunnudögum og mánudögum frá og með 17. febrúar og fram til loka mars.  Herranótt MR mun frumsýna í lok mánaðarins en þá munu vampírur hertaka Tjarnarbíó.  Nánar um þessa viðburði síðar.

Framkvæmdir hefjast 1. apríl

Nú hefur verið tekin ákvörðun um að flýta framkvæmdum á Tjarnarbíó.  Húsnæðinu verður lokað 1. apríl 2008 og verður hafist handa við að fjarlægja tæki og gamla muni úr húsnæðinu.  Áætlað er að framkvæmdirnar mundu taka 8-12 mánuði.  Það verða því mun færri viðburðir í Tjarnarnarbíó en áætlað var.  Dagskrá Tjarnarbíós verður birt fljótlega.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband