Fjalakötturinn

fjalalogo_main_01

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík endurreisti á síðasta ári kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn ásamt fagfélögum kvikmyndagerðarmanna og leikara. Fjalakötturinn býður upp á vikulegar sýningar á sunnudögum og mánudögum, í Tjarnarbíói, sem hefjast þann 17. febrúar 2008 og lýkur 24. mars. Sýningartimar eru að jafnaði kl. 15,17, 20 og 22.
Með sýningum á nýjum og spennandi myndum í bland við eldri djásn verður dagskráin eins fjölbreytt og ríkuleg og á síðasta ári. Allt í allt verða 18 kvikmyndir í fjórum meginflokkum sýndar á tímabilinu, auk sératburða. Fjalakötturinn einsetur sér að kynna fyrsta flokks kvikmyndir sem rata ekki endilega inn í hin hefðbundnu kvikmyndahús höfuðborgarsvæðisins.

Erlend djásn (3 myndir)
Þrátt fyrir að sýndar hafi verið hátt í hundrað myndir á kvikmyndahátíðinni 2007 komust fjölmargar kvikmyndir ekki á dagskrá – annaðhvort vegna þess að eintökin voru ekki á lausu meðan á hátíðinni stóð eða þá að myndirnar töldust aðeins of gamlar til að vera með í veislunni. Fjalakötturinn tekur til sýninga brot af því besta sem ekki var pláss fyrir á hátíðarborðinu.

Nýjar þýskar kvikmyndir (3 myndir)
Þýsk kvikmyndagerð hefur verið í mikilli uppsveiflu undanfarið og fjöldi áhugaverða nýrra mynda hefur verið á hátíðarrúntinum síðustu ár. Nokkrar þeirra verða sýndar í Fjalakettinum 2008.

Norðurlönd (7 myndir)
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefur alltaf ræktað tengslin við frændur okkar á Norðurlöndum. Að þessu sinni sýnir Fjalakötturinn myndir frá Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Íslandi.

Truffaut-helgi (5 myndir)
Francois Truffaut (1932–84) er einn frægasti kvikmyndaleikstjóri Frakka og frumkvöðull frönsku nýbylgjunnar, sem kennd er við rómantík tímabil og breytta hugmyndafræði. Franska nýbylgjutímabilið er vel þekkt í kvikmyndasögu samtímans og hefur haft mikil áhrif á kvikmyndagerð seinni tíma. Truffaut leikstýrði fyrstu mynd sinni árið 1959, Les 400 coups sem var brautryðjandaverk og aflaði frönsku nýbylgjunni mikillar athygli, bæði í Frakklandi og erlendis. Um páskahelgina sýnir Fjalakötturinn fimm klassískar kvikmyndir eftir franska meistarann.

Allar upplýsingar er að finna á www.fjalakottur.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband