Færsluflokkur: Dægurmál

THERE IS A POLICE INSIDE OUR HEADS

Föstudaginn 25.janúar kl. 20:00, mun hópur nemenda úr Listaháskóla Íslands sýna perfomans verkið "There is a police inside our heads" í Tjarnarbíói.  
Verkið er samvinnuverkefni 14 nemenda úr hönnunar-og arkítektúr-, myndlistar-, tónlistar- og leiklistardeildum Listaháskóla Íslands og varð til á einungis 3mur vikum.
Öll listformin sem kennd eru við Listaháskólann voru höfð að leiðarljósi við sköpun verkins og er því um að ræða skemmtilega blöndu tónlistar, hönnunar, myndlistar, videolistar og performans (leiklistar).  Óhefðbundin sýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Miðaverð er aðeins 500 kr.  

AÐEINS ÞESSI EINA SÝNING!!!!

Pam Ann í Tjarnarbíó

skys-the-limit-image_small

Festið sætisólarnar og setjið Gucci og Prada handtöskurnar í farangurshólfið því hin dásamlega töfrandi, glitrandi og frakka flugfreyja fræga fólksins, Pam Ann er að fljúga inn til lendingar í Tjarnarbíói 31. janúar og 1. febrúar í samvinnu við Flugfélag Íslands. Pam Ann er hugarfóstur ástralska grínistans Caroline Reid og hefur ferðast um allan heim fyrir fullu húsi með sýningar sínar. Hún skemmtir reglulega í einkaþotu Elton John og Madonna er mikill aðdáandi og segir hana ,,illkvittnislega fyndna”

Klædd í Gucci, Pucci og Fiorucci er Pam Ann dáð um allan heim af flugáhöfnum fyrir að segja allt sem þær dreymir um að láta út úr sér en myndu aldrei þora. Hún fer með ykkur í ótrúlega ferð frá brottför til lendingar eins og henni einni er lagið. Pam tekur á samkeppni á milli flugfélaganna um bestu þjónustuna, fallegustu flugfreyjurnar og best klæddu farþegana. Pam Ann sýnir enga miskunn og farþegar á fyrsta farrými hafa alltaf forgang.

Ekki missa af þessum frábæra skemmtikrafti í fyrsta sinn á Íslandi. Í bígerð er sjónvarpsþáttur um Pam Ann svo víst er að þið munið heyra meira af henni í framtíðinni!

Sýnt í Tjarnarbíó 31. janúar og 1. febrúar kl. 20.  Miðsala á www.midi.is 

Nánari upplýsingar veitir Jóhannes í síma 7701073


Kvikmyndaborgin Reykjavík

SL fagnar því að samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær að efla kvikmyndageirann og starf hans í Reykjavík til muna. Meðal annars með því að efla Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík sem fram til þessa hefur haft aðsetur sitt í Tjarnarbíói.

Þar með leggur borgin enn frekar grunninn að því að gera draum SL, um að gera Tjarnarbíó að leikhús- og kvikmyndamiðstöð í hjarta borgarinnar, að veruleika.

Síðastliðin fjögur ár hefur SL lagt mikla fjármuni og vinnu í að koma upp setri Sjálfstæðu leikhúsanna. Þar sem SL hefur rekið Tjarnarbíó síðastliðin 13 ár lá beinast við að finna leiðir til þess að húsnæðið gæti þjónað betur starfsemi og sviðsverkum sjálfstæðra atvinnuleikhópa. Unnin var ítarleg skýrsla sem hægt er að sjá á heimasíðu SL, www.leikhopar.is, þar sem kynntar eru viðamiklar breytingar á húsnæðinu auk viðbyggingar í porti við hliðina á Tjarnarbíói. Sömuleiðis var í skýrslunni kynnt nýstárlegt rekstrarform þar sem leiksýningar verða í boði samhliða kvikmyndasýningum. Þannig mun Tjarnarbíó hafa sérstöðu í Reykjavík þar sem hægt verður að sjá óhefðbundnar sviðslistasýningar sem og kvikmyndasýningar. 

Undir lok síðasta árs samþykkti borgarráð að fara að tillögum SL og hefja framkvæmdir í Tjarnarbíói samkvæmt þeirri undirbúningsvinnu sem unnin hefur verið af SL undangengin fjögur ár. Er þetta mikill áfangasigur fyrir SL og lítum við bjartsýn til framtíðar á að geta stóreflt menningarlífið í miðborg Reykjavíkur.


Lókal og Fjalakötturinn fengu fjárframlög frá Reykjavíkurborg

Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkur úthlutaði styrkjum síðastliðinn föstudag. Það var ánægjulegt að sjá að Lókal, alþjóðleg leiklistarhátíð hlaut annan stærsta styrkinn að upphæð 2 milljónir króna og Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn hlaut 800.000 kr fyrir starfseminni.

Lókal, alþjóðleg leiklistarhátíð, verður haldin í fyrsta sinn í mars á þessu ári. Lókal er nýmæli á sviði leiklistar í borginni og mun án efa vera þakklát viðbót við þá miklu leiklistarstarfsemi sem fyrir er í landinu. SL mun vinna í samstarfi við Lókal í framtíðinni og stefnt er að því að nýtt og endurbætt Tjarnarbíó verði miðstöð hátíðarinnar þegar húsið opnar eftir framkvæmdir í mars 2009.

Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn stendur fyrir reglulegum kvikmyndasýningum í Tjarnarbíói. Markmið klúbbsins er að auka kvikmyndaúrval í Reykjavík með því að bjóða upp á myndir sem eru ekki að jafnaði í kvikmyndahúsum bæjarins. Fjalakötturinn mun hefja sýningar að nýju í Tjarnarbíó í febrúar.

Sem stendur er lítil starfsemi í Tjarnarbíói vegna uppmælingar á húsinu. Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt hjá Teiknistofunni Óðinstorgi hefur umsjón með mælingunum. Þessi uppmæling á Tjarnarbíói er mikilvæg til að heimildir um upphaflegt útlit hússins varðveitist. Er þetta liður í undirbúningi áður en framkvæmdir geta hafist í Tjarnarbíói. SL hlaut fjárveitingu árið 2006 frá Húsafriðunarnefnd til að mælingin gæti átt sér stað auk annars undirbúnings varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir í húsinu.

Tjarnarbíó hefur starfsemi aftur í febrúar meðal annars með kvikmyndasýningum á vegum Kvikmyndaklúbbsins Fjalakattarins eins og áður hefur komið fram. 


Framkvæmdir hefjast næsta vor

Nú hefur verið ákveðið að hefja framkvæmdir næsta vor á Tjarnarbíó.  Búið er að stofna nefnd til að undirbúa framkvæmdirnar en í henni sitja fulltrúar frá menningar- og ferðamálasviði, framkvæmdasviði og fulltrúi SL. 

Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki í byrjun árs 2009. 


Tilnefndar stuttmyndir voru frumsýndar í Tjarnarbíói

Edduverðlaunin voru veitt  í síðustu viku.  Ánægjulegt var að sjá að allar stuttmyndirnar þrjár sem voru tilnefndar höfðu verið frumsýndar í Tjarnarbíói. Eru þetta stuttmyndirnar Bræðrabylta í leikstjórn Gríms Hákonarson, Anna í leikstjórn Helenu Stefánsdóttur og Skröltormar í leikstjórn Hafsteins G. Sigurðssonar.

Með tilkomu sýningarvélar og tjalds Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Tjarnarbíói hafa kvikmyndasýningar aukist til muna í leikhúsinu, bæði á vegum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar og Fjalakattarins sem og annarra óháðra aðila. Er þetta SL mikið gleðiefni þar sem stefna SL í rekstri hússins er að koma á fót sviðslista- og kvikmyndamiðstöð í hjarta miðborgarinnar.

SL hefur rekið Tjarnarbíó fyrir Reykjavíkurborg undanfarinn áratug. Fyrir tveimur árum lét SL gera viðamikla úttekt á húsinu, með styrk frá Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneyti, með það að leiðarljósi að gera leikhúsið nýtilegt fyrir sjálfstæða atvinnuleikhópa. Niðurstaða skýrslunnar var að ef bjarga á húsinu frá niðurníslu þarf að ráðast í endurbætur á því. Endurreist Tjarnarbíó yrði einnig þakklát viðbót við menningarlíf höfuðborgarinnar.

Hugmyndin er að koma á samfelldri starfsemi allt árið um kring með áherslu á nýsköpun í sviðslistum og að búa til vettvang fyrir framsæknar sýningar sjálfstæðra atvinnuleikhópa. Eins er gert ráð fyrir að kvikmyndasýningar verði fastur liður í starfseminni. Reykvíkingar myndu eignast leik- og kvikmyndahús í hjarta borgarinnar sem yrði sívirk kvika í menningarlífinu.

Að auki myndi endurreist Tjarnarbíó verða einskonar miðstöð fyrir starfsemi allra sjálfstæðra atvinnuhúsa og leikhópa. Aðildafélög SL eru 57 talsins og árlega frumsýna þau milli 20 og 30 sviðsverk og fá til sín í kringum 200.000 áhorfendur, en þess má geta að það eru fleiri en sjá sýningar LR, LA og Þjóðleikhússins samanlagt. SL hefur áform um að koma upp fræðslu- og menningarsetri atvinnuleikhópanna þar sem hægt verður að sækja upplýsingar um rekstur leikhúsa, uppsetningar og fleira sem snýr að rekstri leikhópa. Með miðstöð í Tjarnarbíói á einnig að vera hægt að samhæfa markaðssetningu leikhópanna og koma loks upp sameiginlegri miðasölu.

Nú þegar er kominn vísir að því sem koma skal með þeim gæða stuttmyndum og kvikmyndum í fullri lengd sem sýndar hafa verið undanfarið ár í Tjarnarbíói. Eins standa um þessar mundir yfir æfingar sjálfstæða atvinnuleikhópsins Fjalakattarins á Heddu Gabler. Þetta sambland sviðslista- og kvikmyndasýninga gefur húsinu sérstöðu og gefur fólki kost á að leita í Tjarnarbíó ef það vill sjá óháðar spennandi sýningar.

Borgarfulltrúar í Reykjavíkurborg hafa verið jákvæðir í garð verkefnisins og sýnt því nokkurn áhuga. Er það von okkar í SL að nýr meirihluti borgarinnar ýti verkefninu úr vör og tryggi þessu fallega leikhúsi framtíð í borginni.


Hedda Gabler frumsýnd í Tjarnarbíó

Hedda Gabler 

Hedda Gabler í uppsetningu Fjalakattarins verður frumsýnd í Tjarnarbíó föstudaginn 17. nóvember.   

Hedda Gabler kom fyrst fyrir almenningssjónir árið 1891. Verkið fjallar um yfirstéttarkonu sem hrífst af ævintýralegu líferni, hugrekki og valdi, en sér slíkt einungis í tengslum við líf karla. Hún laðar þá að sér og kann vel við félagsskap þeirra en getur ekki lifað lífi sínu jafnfætis þeim.

Með þessu verki er Ibsen gagngert að fjalla um konu sem skortir hugrekki til að ná tökum á sínu eigin lífi, og þarf því að skipta sér af lífi annarra með skelfilegum afleiðingum.

Ibsen var ekki bara á undan sínum samtíma þegar hann sló fram þessari gagnrýni á stöðu konunnar, heldur tókst honum að varpa fram svo áleitinni spurningu, um það hvernig við sem manneskjur skilgreinum frelsi okkar og fjötra, að verkið virðist ávallt standast tímans tönn.

Leikarar
Eline McKay, Jón Ingi Hákonarson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Soffía Jakobsdóttir, Valdimar Flygenring, Alexía Björg Jóhannesdóttir og Sigurður Skúlason.

Miðasala er á www.midi.is og í síma 5512477


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband