22.11.2007 | 17:48
Reykjavíkurborg samþykkir að hefja framkvæmdir
Til hamingju Reykvíkingar!
Nú hefur Reykjavíkurborg samþykkt að hefja á næsta ári framkvæmdir á Tjarnarbíó. Sú þrotlausa vinna sem SL hefur lagt í síðastliðin ár er orðin að veruleika. Eftir að hafa rekið húsnæðið í 13 ár fyrir borgina hefur draumur SL um öfluga sviðslistamiðstöð þar sem boðið verður upp á úrvals leik- og kvikmyndasýningar orðið að veruleika.
Árið 2003 var unnin stefnumótunar skjal á vegum SL og var eitt af markmiðum félagsins að koma á fót fræðslu- og menningarsetri. Í kjölfarið var stofnuð húsnæðisnefnd á vegum SL en í henni sátu Felix Bergsson, Vilhjálmur Hjálmarsson ásamt framkvæmdastjóra Kristínu Eysteinsdóttur/Gunnar Gunnsteinsson. Þessi nefnd fór ofan í kjölinn á þeim möguleikum sem voru í boði og lagði fram tillögu um breytingar á Tjarnarbíó er myndu nýtast starfsemi atvinnuleikhópa betur. Einnig var ákveðið að samnýta húsæðið með kvikmyndasýningum og hefur verið tekið tillit til þess þáttar við hönnunina.
Það er von SL að í ársbyrjun 2009 muni hið fornfræga hús, Tjarnarbíó opna með bavúr!
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Facebook
Athugasemdir
Frábært, alveg geggjað, til hamingju öll. Þetta á eftir að poppa enn frekar uppá öflugt starf Sjálfstæðu leikhúsanna.
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.