20.11.2007 | 09:48
Tjarnarbíó á framkvæmdaáætlun
Eftir margra ára þrotlausa baráttu SL er Tjarnarbíó loksins komið inn á framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar. Þetta sögufræga hús mun öðlast fyrri reisn ef ráðist verður í framkvæmdir í lok næsta árs. Á áætlun er gert ráð fyrir 50 milljónum á næsta ári en til að klára framkvæmdirnar verður að bæta við að lágmarki 100 milljónum.
Ferli og brunamál eru í miklum ólestri í húsinu enda eru t.d. allir veggir síðan 1940 og úr pappa. Einnig er slæmt aðgengi fyrir hjólastóla og anddyrið tekur ekki nema um 50-80 manns en salurinn rúmar um 220 áhorfendur. Því hafa margir gestir þurft að híma úti í kuldanum sem er ekki boðlegt.
Það eru margir fingur krossaðir þessa dagana hjá aðildarfélögum SL sem telja 58 í dag. Þegar búið verður að klára þær framkvæmdir sem SL hefur lagt til verður Tjarnarbíó öflug sviðslista- og kvikmyndamiðstöð í hjarta borgarinnar. Hægt er að nálgast teikningar að hugmyndum SL á heimasíðu bandalagsins www.leikhopar.is undir Tjarnarbíó.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bloggar, Kvikmyndir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.