Færsluflokkur: Kvikmyndir

Niðurrifi að ljúka í Tjarnarbíói

 

Tjarnarbíó Niðurrif 1

Niðurrifi í Tjarnarbíó fer að ljúka næstu daga.  Búið er að fjarlægja allt sem þarf úr salnum og verður hafist handa við að fjarlægja salernisaðstöðuna og búningsherbergin. 


Framkvæmdir á fullu í Tjarnarbíó

Framkvæmdir í TB

Framkvæmdir í Tjarnarbíó eru hafnar og eru langt komið með að rífa innan úr húsnæðinu. Margt hefur komið í ljós eftir að byrjað var á verkinu en Tjarnarbíó á sér langa sögu. Allar þessar upplýsingar eru skráðar og myndaðar til að halda sem best utan um sögu hússins til að varðveita hana. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í Mars á næsta ári.


Tjarnarbíó lokað vegna framkvæmda

Nú er búið að loka Tjarnarbíó en framkvæmdir hefjast á húsnæðinu eftir helgi.  Reykjavíkurborg hefur samþykkt að breyta húsnæðinu í samræmi við hugmyndir SL og er stefnt að því að opan aftur í byrjun árs 2009.  Hægt er að skoða teikningar af fyrir huguðum breytingum á slóðinni: http://www.leikhopar.is/Apps/WebObjects/BandSjalfsLeikhusa.woa/1/wa/dp?id=1000615&wosid=zpb3PjbgTu7kLCLUiceptw

Sýðasti sýningadagur Fjalakattarins

Í dag, mánudaginn 24. mars lýkur sýningum Fjalakattarins í Tjarnarbíó.  Nánari upplýsingar og miðasala fer fram á heimasíðunni www.fjalakottur.is

Mánudagur, 24. mars

15.00 | Les Deux Anglaises et le Continent

17.30 | Le Dernier Métro

20.00 | Jules et Jim

22.00 | La Peau Douce


Aukasýning á Nosferatu: Í skugga vampírunnar

Ákveðið hefur verið að hafa aukasýningu á rómaðri sýningu MR á Nosferatu: Í skugga vampírunar.  Sýningin verður laugardaginn 1. mars kl. 17.  ATH! þetta er allra sýðasta sýning. 

Dagskrá Fjalakattarins

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um þær myndir sem verða á Fjalakettinum núna í vor:

Sunnugadur, 17. feb

17.00 | Joy Division

20.00 | Voleurs de Chevaux

22.00 | Joy Division

 

 

Mánudagur, 18. feb

17.00 | Voleurs de Chevaux

20.00 | Put Lubenica

22.00 | Voleurs de Chevaux

 

Sunnugadur, 24. feb

15.00 | Put Lubenica

17.00 | Joy Division

20.00 | Yella

22.00 | Put Lubenica

 

Mánudagur, 25. feb

 

17.00 | Menneskenes Land – min film om Grønland

20.00 | Requiem

22.00 | Joy Division

 

MARS

Sunnudagur, 2. mars

15.00 | Så som i Himmelen

17.00 | Requiem

20.00 | Leinwandfieber

22.00 | Menneskenes Land – min film om Grønland

 

 

Mánudagur, 3. mars

 

17.00 | Yella

20.00 | Menneskenes Land – min film om Grønland

22.00 | Requiem

 

 

 

 

Mánudagur, 10. mars

17.00 | Leinwandfieber

20.00 | Suden vuosi

22.00 | Yella

 

 

Sunnudagur, 16. mars

15.00 | Ketill + other short nordic films

17.00 | Så som i Himmelen

20.00 | Ketill + other short nordic films

22.00 | Så som i Himmelen

 

 

Mánudagur, 17. mars

15.00 | Leinwandfieber

17.00 | Suden vuosi

20.00 | Så som i Himmelen

22.00 | Suden vuosi

 

 

Laugardagur, 22. mars

15.00 | Le Dernier Métro

17.30 | La Peau Douce

20.00 | La Femme d’à côté

22.00 | Jules et Jim

 

Sunnudagur, 23. mars

15.00 | Jules et Jim

17.00 | Les Deux Anglaises et le Continent

20.00 | Le Dernier Métro

22.30 | La Femme d’à côté

 

Mánudagur, 24. mars

15.00 | Les Deux Anglaises et le Continent

17.30 | Le Dernier Métro

20.00 | Jules et Jim

22.00 | La Peau Douce


Fjalakötturinn

fjalalogo_main_01

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík endurreisti á síðasta ári kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn ásamt fagfélögum kvikmyndagerðarmanna og leikara. Fjalakötturinn býður upp á vikulegar sýningar á sunnudögum og mánudögum, í Tjarnarbíói, sem hefjast þann 17. febrúar 2008 og lýkur 24. mars. Sýningartimar eru að jafnaði kl. 15,17, 20 og 22.
Með sýningum á nýjum og spennandi myndum í bland við eldri djásn verður dagskráin eins fjölbreytt og ríkuleg og á síðasta ári. Allt í allt verða 18 kvikmyndir í fjórum meginflokkum sýndar á tímabilinu, auk sératburða. Fjalakötturinn einsetur sér að kynna fyrsta flokks kvikmyndir sem rata ekki endilega inn í hin hefðbundnu kvikmyndahús höfuðborgarsvæðisins.

Erlend djásn (3 myndir)
Þrátt fyrir að sýndar hafi verið hátt í hundrað myndir á kvikmyndahátíðinni 2007 komust fjölmargar kvikmyndir ekki á dagskrá – annaðhvort vegna þess að eintökin voru ekki á lausu meðan á hátíðinni stóð eða þá að myndirnar töldust aðeins of gamlar til að vera með í veislunni. Fjalakötturinn tekur til sýninga brot af því besta sem ekki var pláss fyrir á hátíðarborðinu.

Nýjar þýskar kvikmyndir (3 myndir)
Þýsk kvikmyndagerð hefur verið í mikilli uppsveiflu undanfarið og fjöldi áhugaverða nýrra mynda hefur verið á hátíðarrúntinum síðustu ár. Nokkrar þeirra verða sýndar í Fjalakettinum 2008.

Norðurlönd (7 myndir)
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefur alltaf ræktað tengslin við frændur okkar á Norðurlöndum. Að þessu sinni sýnir Fjalakötturinn myndir frá Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Íslandi.

Truffaut-helgi (5 myndir)
Francois Truffaut (1932–84) er einn frægasti kvikmyndaleikstjóri Frakka og frumkvöðull frönsku nýbylgjunnar, sem kennd er við rómantík tímabil og breytta hugmyndafræði. Franska nýbylgjutímabilið er vel þekkt í kvikmyndasögu samtímans og hefur haft mikil áhrif á kvikmyndagerð seinni tíma. Truffaut leikstýrði fyrstu mynd sinni árið 1959, Les 400 coups sem var brautryðjandaverk og aflaði frönsku nýbylgjunni mikillar athygli, bæði í Frakklandi og erlendis. Um páskahelgina sýnir Fjalakötturinn fimm klassískar kvikmyndir eftir franska meistarann.

Allar upplýsingar er að finna á www.fjalakottur.is


Herranótt og Fjalakötturinn

Í febrúar mun Herranótt vera með aðstöðu í Tjarnarbíó ásamt Fjalakettinum.  Áætlað er að Fjalakötturinn verði með sýningar á sunnudögum og mánudögum frá og með 17. febrúar og fram til loka mars.  Herranótt MR mun frumsýna í lok mánaðarins en þá munu vampírur hertaka Tjarnarbíó.  Nánar um þessa viðburði síðar.

Framkvæmdir hefjast 1. apríl

Nú hefur verið tekin ákvörðun um að flýta framkvæmdum á Tjarnarbíó.  Húsnæðinu verður lokað 1. apríl 2008 og verður hafist handa við að fjarlægja tæki og gamla muni úr húsnæðinu.  Áætlað er að framkvæmdirnar mundu taka 8-12 mánuði.  Það verða því mun færri viðburðir í Tjarnarnarbíó en áætlað var.  Dagskrá Tjarnarbíós verður birt fljótlega.

 


Pam Ann í Tjarnarbíó

skys-the-limit-image_small

Festið sætisólarnar og setjið Gucci og Prada handtöskurnar í farangurshólfið því hin dásamlega töfrandi, glitrandi og frakka flugfreyja fræga fólksins, Pam Ann er að fljúga inn til lendingar í Tjarnarbíói 31. janúar og 1. febrúar í samvinnu við Flugfélag Íslands. Pam Ann er hugarfóstur ástralska grínistans Caroline Reid og hefur ferðast um allan heim fyrir fullu húsi með sýningar sínar. Hún skemmtir reglulega í einkaþotu Elton John og Madonna er mikill aðdáandi og segir hana ,,illkvittnislega fyndna”

Klædd í Gucci, Pucci og Fiorucci er Pam Ann dáð um allan heim af flugáhöfnum fyrir að segja allt sem þær dreymir um að láta út úr sér en myndu aldrei þora. Hún fer með ykkur í ótrúlega ferð frá brottför til lendingar eins og henni einni er lagið. Pam tekur á samkeppni á milli flugfélaganna um bestu þjónustuna, fallegustu flugfreyjurnar og best klæddu farþegana. Pam Ann sýnir enga miskunn og farþegar á fyrsta farrými hafa alltaf forgang.

Ekki missa af þessum frábæra skemmtikrafti í fyrsta sinn á Íslandi. Í bígerð er sjónvarpsþáttur um Pam Ann svo víst er að þið munið heyra meira af henni í framtíðinni!

Sýnt í Tjarnarbíó 31. janúar og 1. febrúar kl. 20.  Miðsala á www.midi.is 

Nánari upplýsingar veitir Jóhannes í síma 7701073


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband