Færsluflokkur: Kvikmyndir
7.9.2010 | 00:47
Tjarnarbíó opnar 1. október
Tjarnarbíó mun opna aftur 1. október nk. en til stóð að loka húsnæðinu fyrir fimm árum vegna slæms ástands. Hefur Reykjavíkurborg gert miklar endurbætur á húsnæðinu en Sjálfstæðu leikhúsin - SL hafa séð um reksturinn í nærri 20 ár fyrir borgina og munu halda því áfram.
Eftir stefnumótunarvinnu hjá SL árið 2003 var ákveðið að gera úttekt á húsnæðinu og koma með tillögur að endurbótum til borgarinnar. Markmið SL með tillögunum að á endurbótum í Tjarnarbíó var að skapa aðstöðu fyrir sjálfstæða atvinnuleikhópa, tónlistar,- og kvikmyndagerðarfólk þar sem þeim gefst tækifæri, rými og frelsi til listsköpunar.
Árið 2008 samþykkti svo borgarráði að ráðast í endurbæturnar en hægt er að kynna sér aðstöðuna, sætaskipan ofl. á www.leikhopar.is
12.7.2010 | 16:07
Tjarnarbíó opnar í haust!
2.12.2009 | 12:08
Framkvæmdir í TB - nýjar myndir
Hægt er að skoða nýjar myndir í myndaalbúminu af framkvæmdum í TB. Áætlað er að opna nýtt og endurbætt húsnæði næsta vor en þá eru tvö ár liðin frá því að framkvæmdir hófust.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2009 | 15:00
TB í ágúst 2009
28.5.2009 | 10:21
TB málað og steypt - myndir
Nú er verið að mála salinn og sýningarklefann í TB. Þeirri vinnu líkur fljótlega. Einnig hefur veggur í porti verið steyptur og hafin undirbúningur á því að skúr verði rifinn svo hægt sé að steypa gólfið í nýja anddyrinu. Hægt er að sjá nýjar myndir í myndaalbúminu á síðunni.
15.5.2009 | 12:27
Nýjar myndir af framkvæmdum í TB
Nú eru komnar nýjar myndir af framkvæmdum í TB. Byrjað verður að steipa millivegg í protinu í næstu viku og niðurrif á gamla skúrnum sem hýsti búningsherbergin hefst líka þá. Byrjað verður að mála veggi og ganga frá salnum eftir helgi ásamt því að flísaleggja gamla anddyrið.
30.4.2009 | 15:17
TB framkvæmdir - nýjar myndir
Hér í myndaalbúminu er hægt að skoða nýjar myndir af framkvæmdunum í TB. Nú er verið að klára loftið og verða vinnupallar teknir niður í næstu viku.
23.10.2008 | 09:59
Niðurrifi lokið og uppbygging hefst!
20.6.2008 | 13:03
Niðurrifi að ljúka í Tjanarbíó
Nú fer niðurrifinu að ljúka í Tjarnarbíó og búið að fjarlægja salerni og milliveggi. Hægt að skoða nýtt myndaalbúm hér á síðunni.
12.6.2008 | 09:32
Götumynd Tjarnarbíós
Búið er að rífa innan úr Tjarnarbíó og er hafin undirbúningur á að gera þær breytingar sem þarf að ráðast í innanhúss. Einnig er hafin undirbúningur að viðbyggingu sem mun hýsa skrifstofu SL, miðasölu og nýtt anddyri sem jafnframt verður kaffihús. Á myndinni má sjá hvernig húsið mun líta út frá Tjarnargötu og er óhætt að fullyrða að mikill tilhlökkun hefur gripið um sig meðal kvikmynda- og sviðslistamanna sem hafa kynnt sér málið.