Færsluflokkur: Kvikmyndir

Tjarnarbíó opnar 1. október

Tjarnarbíó mun opna aftur 1. október nk. en til stóð að loka húsnæðinu fyrir fimm árum vegna slæms ástands. Hefur Reykjavíkurborg gert miklar endurbætur á húsnæðinu en Sjálfstæðu leikhúsin - SL hafa séð um reksturinn í nærri 20 ár fyrir borgina og munu halda því áfram.

Eftir stefnumótunarvinnu hjá SL árið 2003 var ákveðið að gera úttekt á húsnæðinu og koma með tillögur að endurbótum til borgarinnar.  Markmið SL með tillögunum að á endurbótum í Tjarnarbíó var að skapa aðstöðu fyrir sjálfstæða atvinnuleikhópa, tónlistar,- og kvikmyndagerðarfólk  þar sem þeim gefst tækifæri, rými og frelsi til listsköpunar. 

Árið 2008 samþykkti svo borgarráði að ráðast í endurbæturnar en hægt er að kynna sér aðstöðuna, sætaskipan ofl. á www.leikhopar.is


Tjarnarbíó opnar í haust!

Í síðustu viku ákvað borgarráð að veita þeim fjármunum sem upp á vantaði til að klár framkvæmdirnar í Tjarnarbíó.  Því ber að fagna en SL hefur barist fyrir því að endurbótum á húsnæðið verið lokið sem fyrst en þær hófust fyrir rúmum 2 árum.  Stefnt er að því að hægt verði að opna húsnæðið í haust en ekki er komin endanleg dagsetning á hvenær það getur orðið.

Framkvæmdir í TB - nýjar myndir

Hægt er að skoða nýjar myndir í myndaalbúminu af framkvæmdum í TB.  Áætlað er að opna nýtt og endurbætt húsnæði næsta vor en þá eru tvö ár liðin frá því að framkvæmdir hófust.

25112009031

TB í ágúst 2009

Nú eru komnar nýjar myndir hér á síðuna af breytingunum á Tjarnarbíó.  Enn er ekki ljóst hvenær húsið opnar að nýju en það er ljóst að af því verður ekki núna í ár þó að staðið hafi til að opna það í september 2009.  SL vonar að það gæti orðið í janúar 2010.

TB málað og steypt - myndir

RIMG0002

Nú er verið að mála salinn og sýningarklefann í TB.  Þeirri vinnu líkur fljótlega.  Einnig hefur veggur í porti verið steyptur og hafin undirbúningur á því að skúr verði rifinn svo hægt sé að steypa gólfið í nýja anddyrinu.  Hægt er að sjá nýjar myndir í myndaalbúminu á síðunni.


Nýjar myndir af framkvæmdum í TB

Nú eru komnar nýjar myndir af framkvæmdum í TB.  Byrjað verður að steipa millivegg í protinu í næstu viku og niðurrif á gamla skúrnum sem hýsti búningsherbergin hefst líka þá.  Byrjað verður að mála veggi og ganga frá salnum eftir helgi ásamt því að flísaleggja gamla anddyrið.


TB framkvæmdir - nýjar myndir

Hér í myndaalbúminu er hægt að skoða nýjar myndir af framkvæmdunum í TB.  Nú er verið að klára loftið og verða vinnupallar teknir niður í næstu viku.

 


Niðurrifi lokið og uppbygging hefst!

Nú hefur verið lokið við fyrsta áfanga af framkvæmdum í Tjarnarbíó sem fólst í niðurrifi í húsnæðinu.  Hafist verður handa við að byggja upp og breyta húsnæðinu strax í næstu viku.  Framkvæmdir hafa eitthvað dregist m.a. vegna þess að fornleifar fundust þegar gólf voru fjarlægð.  Áætlað er að opna aftur haustið 2009.  Hægt er að skoða myndir af módelinu hér á síðunni undir myndaalbúm.

Niðurrifi að ljúka í Tjanarbíó

19062008(001)

Nú fer niðurrifinu að ljúka í Tjarnarbíó og búið að fjarlægja salerni og milliveggi.  Hægt að skoða nýtt myndaalbúm hér á síðunni.


Götumynd Tjarnarbíós

IMG_7474_innfelling4_ath

Búið er að rífa innan úr Tjarnarbíó og er hafin undirbúningur á að gera þær breytingar sem þarf að ráðast í innanhúss. Einnig er hafin undirbúningur að viðbyggingu sem mun hýsa skrifstofu SL, miðasölu og nýtt anddyri sem jafnframt verður kaffihús. Á myndinni má sjá hvernig húsið mun líta út frá Tjarnargötu og er óhætt að fullyrða að mikill tilhlökkun hefur gripið um sig meðal kvikmynda- og sviðslistamanna sem hafa kynnt sér málið.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband