Gríman veitt föstudaginn 13. júní í Þjóðleikhúsinu

GRÍMUHÁTÍÐIN, árleg uppskeruhátíð sviðslista, verður haldin í sjötta sinn föstudaginn 13. júní í Þjóðleikhúsinu og í beinni útsendingu Sjónvarpsins. Veitt verða verðlaun í sautján flokkum sviðslista auk heiðursverðlauna Leiklistarsambands Íslands sem veitt verða listamanni er skilað hefur mikilvægu ævistarfi í þágu sviðslista.

Sannkölluð rafspenna verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins því aldrei hafa fleiri sýningar komið til álita til Grímunnar, en þær eru orðnar 75 talsins. Leikárið hefur verið fjölbreytt að vanda og aðsóknarmet hafa fallið enda aldrei fleiri áhorfendur sótt sýningar leikhúsanna.
Að lokinni verðlaunaafhendingu verður slegið upp dýrindis dansleik í Þjóðleikhússkjallaranum en Grímuballið hefur hingað til verið eitt heitasta sumarballið á mölinni.

Leikárinu lýkur síðasta vetrardag, þann 23. apríl. Tilnefningar verða opinberaðar um miðjan maí á fréttamannafundi í Þjóðleikhúsinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband