Söngleikir með Margrét Eir

Góð tónlist, góður matur, Grín og jafnvel tár!


Sýningin "Söngleikir með Margrét Eir" hefst 8. október. Eins og nafnið gefur til kynna ætlar Margrét að syngja lög úr helstu söngleikum - nýjum, gömlum, þekktum og óþekktum. Má til dæmis nefna söngleiki eins og Cats, Company, Song and Dans, Cabaret og Les Misarable. Margrét Eir hefur löngum verið viðloðin söngleikjaskemmtanir á íslandi, eða frá því hún birtist í Hárinu í Íslensku Óperunni 1994. Síðan þá hefur hún varið tíma í Bandaríkjunum og kynnt sér formið til hlítar. Í Tjarnarbíó mun hún flytja lögin í ljúfri, rómantískri kaffihúsa-stemmingu og deila með áhorfendum upplifun sinni á tónlistinni.

 

Á hverri sýningu kemur einnig gestasöngvari og þar á meðal eru Þór Breiðfjörð, Ágúst Ólafsson, Heiða Ólafsdóttir og Sigríður Eyrún. Píanóleikari á sýningunni er Vignir Þór Stefánsson.

 

Ef þú vilt gera meira úr kvöldinu þá er hægt að panta borð og njóta kræsinga frá einum af okkar bestu kokkum Friðriki V sem er þekktur fyrir gæði í mat og þjónustu.  Nánari upplýsingar um Friðrik V má finna á heimasíðunni www.fridrikv.is

Einlægir aðdáendur söngvamynda og söngleikja ættu ekki að láta þessa kvöldstund fram hjá sér fara.

Sýningar verða:

laug. 8 okt
Fös 21 okt
Lau 22. okt
Sun 30 okt
Lau 19 nóv
laug 10 des

 

Verð:

5400 kr fyrir mat og sýningu (Húsið opnar 18.30 og matur er borin fram 19.00. Sölu á þessum miðum verður hætt degi fyrir sýningu)

2900 kr fyrir sýninguna (byrjar klukkan 20.00)


Hópar:  Hafið samband við Tjarnarbíó í síma 5272102 eða midasala@tjarnarbio.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband