Eftir Lokinn frumsýnt í október

Eftir Lokin segir frá tveimur einstaklingum, Markúsi og Lísu, vinnufélögum sem eru innilokuð í sprengjubyrgi eftir kjarnorkuárás. Markús sannfærir hana um að best sé að halda sig til hlés og reyna að þrauka í gegnum hörmungarnar. Samskipti þeirra einkennast af togstreitu, spennu og valdabaráttu tveggja gjörólíkra aðila sem eru innilokuð neðanjarðar. Ástandið er eldfimt og spurningin er: Þau lifðu hörmungarnar af en lifa þau af hvort annað?


Leikararnir Lilja Noìtt Þoìrarinsdoìttir og Sveinn Oìlafur Gunnarsson hafa getið seìr gott orð í leikhúsinu undanfarin aìr, auk þess sem þau hafa verið mjög aìberandi aì kvikmyndatjöldum og sjoìnvarpsskjaìum landsins.

Sveinn Ólafur Gunnarsson
útskrifaðist frá Leiklistardeild LHÍ vorið 2006. Frá útskrift hefur Sveinn leikið fjölmörg hlutverk, bæði á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum. Ber þar helst að nefna sýninguna Dubbelduch með Vesturporti, Verði þér að góðu, með Ég og vinir mínir, Rautt brennur fyrir í Borgarleikhúsinu og Fool for love með Silfurtunglinu, en Sveinn hlaut tilnefninguna til Grímunnar 2008 fyrir leik í aðalhlutverki fyrir það hlutverk. Sveinn lék einnig í sjónvarpsseríunni Pressan og nuì iì september er væntanleg nyì iìslensk kvikmynd, Aì annan veg, þar sem Sveinn Oìlafur er iì burðarrullu.

Lilja Nótt Þórarinsdóttir
útskrifaðist frá Leiklistardeild LHÍ vorið 2009. Hún lék í kvikmyndunum Strákarnir okkar og Reykjavík-Rotterdam áður en hún lauk námi, sem og í sjónvarpsþáttunum Rétti og Ástríði. Lilja hefur einnig tekið þátt í ýmsum verkefnum á leiklistarhátíðunum Art Fart og Lókal, og í uppsetningu leikhópsins Vér morðingjar á Bubba kóngi.
Lilja hefur verið fastráðin í Þjóðleikhúsinu frá útskrift, þar sem hún hefur leikið í Brennuvörgunum, Gerplu og nú síðast Snæfríði Íslandssól í Íslandsklukkunni.

Stefán Hallur Stefánsson útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2006. Hann hefur starfað með Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Vesturporti, Vér Morðingjum, Sokkabandinu, ART í Bandaríkjunum og CDN Orleans í Frakklandi. 
Stefaìn Hallur hefur verið aìberandi iì iìslensku leikhuìsliìfi, nuì siìðast sem Jaìtmundur iì Griìmuverðlaunasyìningu aìrsins 2010, Leì Konungi og Jeff Skilling iì roìmaðri syìningu Borgarleikhuìssins aì ENRON. Einnig hefur hann leikið í fjölmörgum fleiri sýningum hjá Þjóðleikhúsinu, svosem Heddu Gabler, Íslandsklukkunni, Gerplu, Brennuvörgunum, Óhappi og Legi. Stefán Hallur hefur leikið í ýmsum kvikmyndum og sjónvarpi og má þar helst nefna hlutverk hans í Pressu, Jóhannesi, Desember, Roklandi og Djúpinu.
Siìðasta leikstjoìraverkefni Stefaìns var Macbeth iì Þjoìðleikhuìsinu.

Sýningar verða:

29 okt Frumsýning

3. nóv

5. nóv

12. nóv

17. nóv

18. nóv

25. nóv

26.nóv

2. des

3. des

 

Sýningar hefjast klukkan 20.00


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband