Póker í Tjarnarbíó

poker

Leikhópurinn Fullt Hús sýnir Póker eftir Patrick Marber

Leikverkið er svört kómedía sem kafar í heim karlmennsku, valdatafls, pókerspilamennsku, keppnisanda, fíknar og kennir öllum að þú skalt ávallt spila með andstæðinginn en ekki spilin sjálf sama hvað er í hvað er í húfi. Þetta er bráðskemmtilegt verk sem samsvarar mjög vel því sem er að gerast í samfélaginu í dag.

Leikritið hefur farið sigurförum um allt Bretland og Bandaríkin og unnið til margra verðlauna. T.d. Besta West End leikritið valið af samtökum leikskálda árið 1995 og var einnig valinn besti gamanleikurinn sama ár af Evening Standard.

Leikstjóri: Valdimar Örn Flygenring Leikarar: Jón Stefán Sigurðsson , Ellert A. Ingimundarson, Þorsteinn Gunnar Bjarnason, Magnús Guðmundsson, Finnbogi Þorkell Jónsson, Ingi Hrafn Hilmarsson.

Framleiðandi: Vala Ómarsdóttir

Ljósahönnun: Björn Elvar Sigmarsson

Hljóðmynd: Ásta Kristín Guðrúnardóttir

Leikmynd: Svanur Þór Bjarnason

Tæknistjórn: Hinrik Þór Svavarsson

Sýningarstjóri: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir

Lagaval: Arnar Snær Davíðsson

Höfundur verks: Patrick Marber

Þýðandi: Jón Stefán Sigurðsson

Frekari upplýsingar: http://www.fullthus.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband