David Bowie tribute 10.mars

Hugmyndin með heiðurstónleikum fyrir David Bowie verður til þegar Karl Örvarsson setur upp prógram með lögum Bowie og Elvis presley á afmælisdaginn sinn 8. janúar síðastliðinn því svo skemmtilega ...og jafnvel ótrúlega vill til að bæði Elvis og Bowie eiga afmæli þann sama dag. Uppákoman fékk gríðarlega góðar viðtökur og Karl hvattur til að taka pakkann lengra.

Tónlist David Bowie hefur í gegn um tíðina snert dýpstu strengi í hjörtum tónlistarunnenda en fáir flutt hana hér á Fróni því þar er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Hópur af einvala liði hljóðfæraleikara og söngvara hefur því riðið á hið fræga vað og æft úrval bestu laga Bowie í gegn um tíðina.

Magni sjálfur Ásgeirsson verður annar gestasöngvarinn á David Bowie tributinu og tekur m.a. lögin sem hann heillaði heimsbyggðina með á sínum tíma – Heroes og Starman. Hinn gesturinn er drengur sem einnig hefur tekið þátt í poppstjörnukeppni og vann þar sigur. Hann hefur frá því stimplað sig rækilega inn sem eðal söngvari. Þetta er Eyþór Ingi Gunnlaugsson sem mun án nokkurs vafa gera lagi eins og Life on Mars frábær skil.

Hér má sjá Magna syngja Heroes.

Tónleikarnir verða í Tjarnarbíói fimmtudagskvöldið 10 mars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband