Færsluflokkur: Menning og listir

Tjarnarbíó opnar 1. október

Tjarnarbíó mun opna aftur 1. október nk. en til stóð að loka húsnæðinu fyrir fimm árum vegna slæms ástands. Hefur Reykjavíkurborg gert miklar endurbætur á húsnæðinu en Sjálfstæðu leikhúsin - SL hafa séð um reksturinn í nærri 20 ár fyrir borgina og munu halda því áfram.

Eftir stefnumótunarvinnu hjá SL árið 2003 var ákveðið að gera úttekt á húsnæðinu og koma með tillögur að endurbótum til borgarinnar.  Markmið SL með tillögunum að á endurbótum í Tjarnarbíó var að skapa aðstöðu fyrir sjálfstæða atvinnuleikhópa, tónlistar,- og kvikmyndagerðarfólk  þar sem þeim gefst tækifæri, rými og frelsi til listsköpunar. 

Árið 2008 samþykkti svo borgarráði að ráðast í endurbæturnar en hægt er að kynna sér aðstöðuna, sætaskipan ofl. á www.leikhopar.is


Tjarnarbíó opnar í haust!

Í síðustu viku ákvað borgarráð að veita þeim fjármunum sem upp á vantaði til að klár framkvæmdirnar í Tjarnarbíó.  Því ber að fagna en SL hefur barist fyrir því að endurbótum á húsnæðið verið lokið sem fyrst en þær hófust fyrir rúmum 2 árum.  Stefnt er að því að hægt verði að opna húsnæðið í haust en ekki er komin endanleg dagsetning á hvenær það getur orðið.

Framkvæmdir í TB - nýjar myndir

Hægt er að skoða nýjar myndir í myndaalbúminu af framkvæmdum í TB.  Áætlað er að opna nýtt og endurbætt húsnæði næsta vor en þá eru tvö ár liðin frá því að framkvæmdir hófust.

25112009031

TB í ágúst 2009

Nú eru komnar nýjar myndir hér á síðuna af breytingunum á Tjarnarbíó.  Enn er ekki ljóst hvenær húsið opnar að nýju en það er ljóst að af því verður ekki núna í ár þó að staðið hafi til að opna það í september 2009.  SL vonar að það gæti orðið í janúar 2010.

TB málað og steypt - myndir

RIMG0002

Nú er verið að mála salinn og sýningarklefann í TB.  Þeirri vinnu líkur fljótlega.  Einnig hefur veggur í porti verið steyptur og hafin undirbúningur á því að skúr verði rifinn svo hægt sé að steypa gólfið í nýja anddyrinu.  Hægt er að sjá nýjar myndir í myndaalbúminu á síðunni.


Nýjar myndir af framkvæmdum í TB

Nú eru komnar nýjar myndir af framkvæmdum í TB.  Byrjað verður að steipa millivegg í protinu í næstu viku og niðurrif á gamla skúrnum sem hýsti búningsherbergin hefst líka þá.  Byrjað verður að mála veggi og ganga frá salnum eftir helgi ásamt því að flísaleggja gamla anddyrið.


TB framkvæmdir - nýjar myndir

Hér í myndaalbúminu er hægt að skoða nýjar myndir af framkvæmdunum í TB.  Nú er verið að klára loftið og verða vinnupallar teknir niður í næstu viku.

 


Augusto Boal: Ávarp á alþjóða leiklistardaginn 27. mars 2009

Allt mannlegt samfélag er sýning og við ákveðin tækifæri býr þetta samfélag til sýningar. Það er sýning í sjálfri samfélagsgerð sinni og býr til sýningar eins og þá sem þú ætlar að sjá hér í kvöld.
 
Jafnvel þótt við komum ekki auga á það, þá eru mannleg samskipti byggð upp eins og í (leik)sýningu. Rýmisnotkun, líkamstjáning, orðaval og tónfall, framsetning hugsana og tilfinninga – allt sem við höfumst að á leiksviðinu, gerum við jafnframt í daglegu lífi: Allt er leiksvið.
 
Brúðkaup og jarðarfarir eru sýningar, en einnig hversdagslegir siðir sem við þekkjum svo vel, að við áttum okkur ekki á því að þeir eru sýningar. Stórar hátíðarsamkomur eru sýningar og athafnir okkar við morgunverðinn eru það einnig. Að skiptast á kveðjum, óframfærin og varfærnisleg fæðing ástarinnar, eldheitar orrustur tilfinninganna, fundir Alþingis og samkomur stjórnarerindreka, - allt eru þetta sýningar.
 
Eitt höfuðhlutverk listar okkar er að benda á hinar hversdagslegu sýningar þar sem leikararnir eru jafnframt eigin áhorfendur, þar sem leiksvið og áhorfendasalur eru eitt. Öll erum við leikarar. Með því að leika lærum við að sjá það sem blasir við okkur hvern einasta dag  en sjáum samt ekki þar sem við erum ekki vön að skoða það.  Allt sem við þekkjum svo vel verður ósýnilegt  - en að leika er að varpa ljósi á  sviðið sem er okkar daglega líf.
 
Í september síðast liðnum urðum við óvænt vitni að leikrænni opinberun: Við sem héldum að við byggjum í tryggum heimi, þrátt fyrir stríð og þjóðarmorð, þrátt fyrir fjöldamorð og pyntingar, - í fjarlægum löndum. Okkur, sem lifðum í öryggi og vorum fullviss um að fjármunir okkar væru í öruggum höndum  virtra bankastofnana eða heiðvirðra verðbréfamiðlara, var nú sagt að þessir eignir okkar væru alls ekki lengur til, væru sýndarveruleiki, ömurlegur uppspuni einhverra viðskiptafræðinga sem hvorki voru sýndarveruleiki, áreiðanlegir né heiðvirðir.
 
Allt var bara léleg sýning með sorglegum söguþræði, þar sem nokkrir græddu mikið og margir töpuðu öllu. Stjórnmálamenn ríku landanna funduðu fyrir luktum dyrum og komu með töfralausnir. Og við, fórnarlömb ákvarðana þeirra, sitjum enn á aftasta bekk áhorfendasalarins.
 
Fyrir tuttugu árum síðan setti ég „Fedru“ eftir Jean Racine á svið í Ríó de Janeiró. Sviðsmyndin var fátækleg: Kálfskinn á gólfi og bambus allt um kring. Fyrir hverja sýningu sagði ég við leikarana: „Sögunni sem við höfum skáldað frá degi til dags lýkur þegar þið gangið inn fyrir bambusvegginn, inn á sviðið, og þá hefur ekkert ykkar leyfi til að ljúga. Sýningin er hinn faldi sannleikur.“
 
Þegar við virðum heiminn fyrir okkur handan við það sem við höfum fyrir augum okkar, sjáum við kúgara og hina kúguðu, alls staðar, í öllum samfélögum, hjá öllum þjóðflokkum, í öllum þjóðfélagsstéttum og hópum. Við sjáum óréttlátan og grimman heim.  Við verðum að búa til annan heim, vegna þess að við vitum að hann er hugsanlegur. Það er undir okkur komið að byggja af eigin rammleik upp slíkan heim með því að ganga á svið, bæði á svið leikhússins og lífsins.
 
Takið þátt í sýningunni sem nú er að hefjast og þegar þið komið heim til ykkar leikið þá með vinum ykkar eigin leikrit og skoðið það sem þið gátuð aldrei áður séð: Það sem er augljóst. Leikhús er ekki einungis viðburður, það er lífsmáti
Við erum öll leikarar. Að vera þegn er ekki einungis að búa í samfélagi.  Þegn er sá sem breytir því!
  
Augusto Boal er fæddur í Rio de Janeiro í Brasilíu 1931. Hann starfar sem leikstjóri, leikskáld og leikhúshugsuður og er einn fremsti leikhúsfrömuður heims. Hann þróaði leiklistaraðferðir á fimmta áratug síðustu aldar sem hann nefndi „Leikhús hinna kúguðu“ og breiddist út um alla latnesku Ameríku. Síðar þróaði hann „Ósýnilega leikhúsið“ og loks „Löggjafarleikhúsið“.  Hann var tilnefndur til Friðarverðlauna Nóbels 2008. 

Þýðandi: Hafliði Arngrímsson 


Hamskiptin 5 stjörnur í Time out

Vesturport sýndi Hamskiptin í Hong kong fyrir stuttu.  Alls voru sýndar fjórar uppseldar sýningar fyrir tæplega 5000 áhorfendur og fékk hún frábærar viðtökur og dóma í blöðunum.  Ferðalag sýningarinnar heldur áfram en sýndar verða um 20 sýningar í Tasmaníu og Ástralíu í mars og apríl.  Næsta verkefni Vesturports verður Fást en stefnt er að því að frumsýna hana næsta haust.

 Time out - Hong Kong gefur sýningunni 5 stjörnur:

Review: Metamorphosis

APA, Lyric Theatre Friday, February 20

Talk about suspending reality. For 80 minutes at the APA's Lyric Theatre, the brilliant Icelandic actor Gísli Örn Gardasson clambered, climbed, swung, swooped, and ultimately hung across, over, up, down, and from a set that brought forcefully to light a darkly sad, and -- strangely -- often funny tale of familial dysfunction and pyschological imprisonment in Kafka's Metamorphosis, a joint production by London's Lyric Hammersmith Theatre and Iceland's Vesturport.

The story of Metamorphosis -- adapted for the stage from Kafka's 1915 novella -- is centred on two rooms: a downstairs living room, and Gregor Samsa's (Gardasson) bedroom.

Gregor is confined to his bedroom -- seen here from the top-down, in opposition to the 'normal' world downstairs, which is viewed front-on -- where he awakes one day to find he is transforming into an insect (though it is never stated which type). Because he is late to work as a travelling salesman, he is struck by fear of losing his job and therefore the income that supports his entire family: devoted sister and violinist Grete (Lára Sveinsdóttir), sickly mother Frau Samsa (Kelly Hunter), and fiscally-obsessed father Herr Samsa (Ingvar E Sigurdsson). Unfortunately, his unfolding affliction renders him incomprehensible to others, and once revealed, his terrible form horrifies his family.

They lock him in his room, feeding him occassionally with old bread and mouldy cheese while they set out to work in order to claw back their debts. Gradually, Gregor becomes more and more grotesque to them, an imposition on their normal lives. As 'he' transmogrifies into an 'it' with which the family becomes increasingly disassociated, they take on a lodger, Herr Fischer (Jonathan McGuiness), an Aryan symbol of perfect manhood: he's a strapping rower who values hard work, and he's as virile as a stallion. McGuiness's spot-on portrayal of this insufferably smug character provides much comedy.

Gardasson's impressive physical feat as Gregor the insect is worth the ticket price alone. His scuttles, twists, and contortions as he leaps and swings from handhold to foothold and bar to box in his room are so seamless and elegant that they come to seem effortless, allowing the audience to forget that he is actually several feet above ground, often relying on brute strength to get from place to place. That he could perform such maneuvres while staying perfectly in character, wondrously expressive, and true to his dialogue makes it an even more confounding performance.

But the other players must also be commended: there is not a single weak performance in Metamorphosis. Each actor is convincing, portraying their flawed, complex and selfish characters with such adeptness as to engender (fleeting) sympathy and spite at the same time.

As the story works its way to its inevitable, tragic conclusion, the audience is also aware of a solemn, minimalist soundtrack provided by Nick Cave and Warren Ellis of the Bad Seeds. When Cave's famous baritone emerges in the twistedly euphoric final scene, it marks the climax of a truly special night of theatre.

Hamish McKenzie

Metamorphosis plays until Sunday, February 22


Menningarsjóður Íslands og Finnlands

Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og Íslands. Í því skyni veitir sjóðurinn árlega ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir einstaklingum en stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina. Styrkir til að sækja norrænar eða alþjóðlegar ráðstefnur koma að jafnaði ekki til greina.

Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir tímabilið 1. júní 2009 - 31. maí 2010 skulu berast sjóðsstjórninni Hanaholmen - kulturcentrum för Sverige og Finland, FI-021000 Esbo, Finland, í síðasta lagi 28. febrúar 2009. Ákvörðun um úthlutun úr sjóðnum verður tekin fyrir lok maí nk.

Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku eða norsku. Sérstök umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Einnig er unnt að nálgast eyðublöðin á vefnum, menntamalaraduneyti.is.

Stjórn Menningarsjóðs Íslands og Finnlands, 1. febrúar 2009


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband