Færsluflokkur: Bloggar
10.4.2008 | 10:06
DON'T HATE - PROCREATE
sviðslistahátíðina artFart 3 sem haldin verður í ágúst 2008.
Sviðlistahátíðin artFart 3 er vettvangur fyrir framúrstefnu og
tilraunamennsku í íslenskri sviðslist. Við leitum að listamönnum sem
hafa eitthvað að segja um samfélagið sem við lifum í og eru tilbúin að
vinna hörðum höndum að framþróun og nýsköpun í sinni list. Ekki er
unnt að veita umsækjendum þóknun í formi fjármagns en þeir listamenn
sem valdir verða fá sýningaraðstöðu og aðstoð við kynningu á verki í
formi auglýsinga, fjölmiðlaumfjöllunar o.s.frv. Valin verða nokkur
meginverk til að setja upp í völdum rýmum miðsvæðis í Reykjavík og enn
fleiri minni verk verða hluti af óhefðbundnari og frjálslegri dagskrá
sem skipulögð verður samhliða.
Í ár er leitað að eftirfarandi:
a) Fullunnum stærri verkum eða hugmyndum sem eru langt á veg komnar.
Þeim skal fylgja ýtarleg lýsing á hugmynd (konsepti), umfangi,
tímaramma vinnuferlis og fjárhagsáætlun. Ef þessar upplýsingar eru
ekki til staðar verður verkið ekki tekið til greina. Hvert verk skal
vera minnst 20 mínútur.
b) Styttri verkum, gjörningum, staðsértækum verkum (site specific),
spunaverkum, lifandi innsetningum (performance installation), o.s.frv.
Allar hugmyndir verða teknar til greina.
c) Fyrirlestrum, að vekja athygli á einhverju sem tengist list,
fræðslu um starfandi eða merkilega listamenn, umræðum um stöðu
sviðslistar á Íslandi, og fleira í þeim dúr. Allar hugmyndir verða
teknar til greina.
Umsóknum skal skila fyrir 17. apríl 2008 til: svidslist@gmail.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2007 | 09:48
Tjarnarbíó á framkvæmdaáætlun
Eftir margra ára þrotlausa baráttu SL er Tjarnarbíó loksins komið inn á framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar. Þetta sögufræga hús mun öðlast fyrri reisn ef ráðist verður í framkvæmdir í lok næsta árs. Á áætlun er gert ráð fyrir 50 milljónum á næsta ári en til að klára framkvæmdirnar verður að bæta við að lágmarki 100 milljónum.
Ferli og brunamál eru í miklum ólestri í húsinu enda eru t.d. allir veggir síðan 1940 og úr pappa. Einnig er slæmt aðgengi fyrir hjólastóla og anddyrið tekur ekki nema um 50-80 manns en salurinn rúmar um 220 áhorfendur. Því hafa margir gestir þurft að híma úti í kuldanum sem er ekki boðlegt.
Það eru margir fingur krossaðir þessa dagana hjá aðildarfélögum SL sem telja 58 í dag. Þegar búið verður að klára þær framkvæmdir sem SL hefur lagt til verður Tjarnarbíó öflug sviðslista- og kvikmyndamiðstöð í hjarta borgarinnar. Hægt er að nálgast teikningar að hugmyndum SL á heimasíðu bandalagsins www.leikhopar.is undir Tjarnarbíó.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2007 | 20:33
Tjarnarbíó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)