15.12.2010 | 14:31
Gjafabréf á viðburði í Tjarnarbíó komin í sölu!
GJAFABRÉF á viðburði í Tjarnarbíó
Nú gefst einstakt tækifæri til að kaupa gjafabréf á alla þá viðburði sem verða í Tjarnarbíó 2011. Hægt er að kaupa gjafabréf fyrir 3 upphæðir, 1000 kr 2000 kr 3000 kr og verður hægt að nota þau á alla viðburði sem fram fara í Tjarnarbíó. Ekki þarf að ákveða fyrirfram notkun gjafabréfsins heldur getur viðkomandi ráðið hvaða viðburð hann kýs að sjá.
Það er margt framundan í Tjarnarbíó á nýju ári. 14.janúar verður frumsýnt nýtt íslenskt leikverk, Súldasker eftir Sölku Guðmundsdóttur auk þess sem leikverk Jóns Atla Jónassonar, MOJITO verður tekið upp aftur og sýnt út janúar. Jafnframt verður annað leikrit Jóns Atla, Djúpið, sýnt í febrúar-mars. Sveinn Skotti verður sýndur í janúar og Lab loki frumsýnir nýtt íslenskt verk, Þjófurinn í febrúar. Fjölskyldudagarnir halda áfram eftir áramót og mun m.a. Sirkus Íslands vera með sýningar
Auk leiksýninga verða á dagskrá tónleikar og danssýningar. Hljómsveitin Ferlegheit mun halda tónleika í janúar og Thin Jim með söngkonunni Margréti Eir í fararbroddi mun halda útgáfutónleika í febrúar. Þá verða Darí darí Dance Company, Ólöf Ingólfsdóttir og Spiral danshópurinn með sýningar í mars og apríl.
Nánari upplýsingar um viðburði í Tjarnarbíó má sjá á www.tjarnarbio.is
Gjafabréfin eru til sölu á tjarnarbio.is, midi.is og í miðasölu Tjarnarbíó.
Miðasala hér
Athugið að gjafabréf Tjarnarbíó gildir einungis í miðasölu Tjarnarbíó en ekki í netsölu.
Ef að gjafabréf er ekki fullnýtt við miðakaup mun eigandi bréfsins fá útgefið annað gjafabréf að því sem nemur mismuninum ef að upphæðin nemur 500 kr eða meira.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2010 | 13:56
Tjarnarbíó laðar til sín fjölda gesta
Alls hafa um 6000 manns sótt viðburði í Tjarnarbíó síðan það opnaði 1. október á þessu ári eftir gagngerar endurbætur Reykjavíkurborgar. Það eru Sjálfstæðu leikhúsin SL sem reka húsnæðið fyrir hönd borgarinnar. Boðið hefur verið upp á fjölbreytta listviðburði s.s. tónleika, dans,- og leiksýningar, fyrirlestra og kvikmyndasýningar. Einnig hafa alþjóðlegar hátiðir verið haldnar í Tjarnarbíó á þessu tímabili og má þar m.a. nefna Keðju, RIFF, Airwaves og TING. Unglist var með fjölbreytta dagskrá í október en ókeypis var inn á alla viðburði hátíðarinnar. Það er ljóst að þessi fjölnota salur er að laða til sín fjölbreytta viðburði sem vekja áhuga almennings. Framundan er spennandi dagskrá í lok nóvember og byrjun desember en um næstu helgi mætir Ævintýrið um Augastein aftur á svið í Tjarnarbíó en sýninginn var frumsýnd þar fyrir nokkrum árum. Nú þegar er uppselt á síðari sýninguna um Augastein um næstu helgi. Snuðra og Tuðra mæta með Jólarósirnar sínar helgina á eftir en svo ætlar Augasteinn að snúa til baka úr leikferð til Bretlands og sýna næstu tvær helgar á eftir. Mojito, nýtt leikrit eftir Jóna Atla heldur áfram út desember en verkið hefur hlotið einróma lof gagnrýnanda. Jónas Sig heldur tónleika 7. desember en einnig Ólafi Arnalds 16. og Seabears 19. desember. Sudden Weather Change verður svo með tónleika 27. desember. Nemendasýningar JBS og Ballettskóla Eddu Scheving verða líka á ferðinni í byrjun desember. Milli jóla og nýjár mætir svo Sveppi með sýninguna sína Algjör Sveppi dagur í lífi stráks en það eru allra síðustu sýningar á verkinu. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi í Tjarnarbíó á næstunni. Nánari upplýsingar um viðburði eru á www.tjarnarbio.is Að lokum má geta þess að kaffihúsð Majones mun svo opna í byrjun desember en þar verður boðið upp á létta rétti alla daga. Einnig verður boðið upp á kakó og spennandi kræsingar fyrir fjölskylduna á sunnudögum.
17.11.2010 | 17:02
Kreppan í Tjarnarbíó
Stefán Hallur Stefánsson leikari er á bólakafi í kreppunni enda fer hann með aðalhlutverk í tveimur áleitnustu verkum vetrarins er viðkoma málefnum tengdum hruni og siðspillingu. Í Enron fer hann með burðarhlutverk forstjóra Enron, Jeffreys Skillings, og í Mojito, nýju íslensku leikverki eftir leikskáldið Jón Atla Jónasson, fer hann með annað aðalhlutverka á móti Þóri Sæmundssyni. Forsýning á verkinu verður á þriðjudagskvöld og frumsýning á miðvikudagskvöld.
Stefán Hallur hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu misseri og hlaut til að mynda lof gagnrýnenda fyrir hlutverk sitt í Enron. Jú, ég er í kreppunni og fjalla um báðar hliðar á sama peningi, í Enron er fjallað um það sem við hefðum átt að draga lærdóm af, aðdragandann. Meðan í Mojito skoðum við eftirleikinn og glímuna við hann, segir Stefán.
Stefán Hallur kann vel við sig á sviðinu í Tjarnarbíói. Þær breytingar sem hafa verið gerðar hér innandyra eru til þess fallnar að halda lífi í sögu og gömlum anda hússins. Hér eru komnar betri græjur og gott fólk og þótt að húsið sé skemmtilegt til tónleikahalds þá hentar það líka vel til þess að setja upp leikverk.
11.11.2010 | 15:37
Mojito - Nýtt íslenskt leikverk frumsýnt 17.nóv
Mojito
Glænýtt, bráðfyndið og sjóðandi heitt leikverk úr íslenskum raunveruleika eftir Jón Atla Jónasson
Leikarar: Stefán Hallur Stefánsson og Þórir Sæmundsson
Leikstjórn: Jón Atli Jónasson
Leikritið fjallar um tvo starfsmenn úr skilanefnd banka sem hittast fyrir tilviljun. Annar þeirra fer að rifja upp heimsókn sína á indversk/pakistanskan veitingastað í Reykjavík, sem endaði með ósköpum. Glös, borð og stólar voru brotin og slagsmál brutust út. Sögumaðurinn er hins vegar truflaður í miðjum klíðum af veitingamanninum, sem stígur inn í frásögnina og bætir við sinni hlið mála og kemur þá í ljós að atburðarásin er sögumanninum ekki jafn mikið í vil og hann vildi vera láta.
Undirliggjandi stef verksins eru afleiðingar efnahagshrunsins. Höfundur verksins, Jón Atli, segir að grunnstef verksins sé gildi frásagnar í tilveru okkar og hvað gerist þegar við missum valdið yfir okkar eigin frásögn. Við skilgreinum tilveru okkar gegnum frásögn; með sögum sem við segjum um okkur sjálf og aðra. Mojito fjallar um mann sem missir valdið á eigin frásögn og verður berskjaldaður fyrir vikið. Við sjáum mörg dæmi um þetta í samfélaginu í dag; frásögn þekktra manna af því sem gerðist hér á landi rímar illa við það sem er satt. Að vissu leyti má segja að þetta sé það sem gerðist með sjálft hrunið. Fram að því réðum við yfir okkar eigin sögu. En þegar athygli umheimsins beindist að okkur vorum við ekki lengur einráð um hvernig sagan af því hvað gerðist hér var sögð."
Jón Atli Jónasson hefur heldur betur látið af sér kveða á síðustu árum með leikverkum sínum. Einleikur hans Djúpið var tilnefndur til Grímuverðlauna sem sýning ársins og hann sjálfur sem leikskáld ársins, auk þess sem kvikmynd byggð á verkinu er langt komin í tökum. Þá byggir kvikmyndin Brim, sem frumsýnd var í október, einnig á samnefndu leikriti Jóns Atla.
(Tekið úr grein eftir Bergstein Sigurðsson, Fréttablaðið 5.nóvember 2010)
Hér má lesa viðtal við Jón Atla Jónasson í Fréttablaðinu
Hér má sjá myndskeið úr Ísland í dag með Jón Atla
Sýningar eru:
16.nóvember Kl. 20.00 Forsýning
17.nóvember Kl.20.00 Frumsýning UPPSELT
21.nóvember Kl.20.00
23.nóvember Kl.20.00
24.nóvember Kl.20.00
27.nóvember Kl.23.30
Miðaverð er 3500 kr og innifalið er fordrykkur (áfengur og óáfengur)
Miðasala er í gegnum Tjarnarbíó og midi.is
s. 5272102 - netfang: midasala@tjarnarbio.is
28.10.2010 | 14:31
Næst á dagskrá hjá Tjarnarbíó
Það er mikið að gerast í Tjarnarbíó um þessar mundir. Einleikurinn Ódó á Gjaldbuxum fer á fjalirnar í kvöld og næsta vika er troðfull af fjölbreyttum menningarviðburðum á vegum Ting: Norrænu Listhátíðarinnar í Reykjavík og Unglist. Þá má ekki gleyma barnasýningunni Bólu-Hjálmar sem sýnd verður sunnudaginn 7.nóvember kl.14. Sýningin hlaut barna-og unlingaverðlaun Grímunna árið 2009. ATH! Aðeins þessi eina sýning!
Við minnum á heimasíðuna okkar www.tjarnarbio.is þar sem hægt er að kynna sér betur hvað er á dagskrá hjá okkur í Nóvember og kaupa miða á viðburði.
26.10.2010 | 13:29
Ódó á Gjaldbuxum í Tjarnarbíó 28.-31.október
Þáttur slæðukonunnar í úlfakreppunni sem skekur heimsbyggðina um þessar mundir er ýmsum kunnur, þótt hann hafi enn ekki verið rannsakaður til fulls. Nú býður hún til stofu og segir frá uppvexti sínum í kofahreysi í útjaðri Reykjavíkur, rennir augum yfir hið dularfulla skeið sem valdamesta manns á byggðu bóli og veitir gestum hlutdeild í glæpum sínum. Ódóið afhjúpar sig,
en í vissum tilgangi þó.
ÓDÓ Á GJALDBUXUM - þjóðleg hrollvekja var skrifuð á fyrra misseri 2005. Kveikja einleiksins var andrúmsloftið í þjóðfélaginu á þeim tíma og ekkihvað síst viðtöl í fjölmiðlum við útrásarvíkinga svokallaða. Þau viðtöl, fréttir frá heimsbyggðinni, reykvískur hversdagur og íslenskur þjóðsagnaarfur, þetta eru uppspretturnar að sögu fordæðunnar.
Tónlist
Bára Grímsdóttir
Lýsing
Garðar Borgþórsson og Jóhann Bjarni Pálmason
Leikstjóri, höfundur, leikmynd og búningar
Ásdís Thoroddsen
Leikari
Þórey Sigþórsdóttir
Stiklur: http://vimeo.com/15626255
Heimasíða Ódó: <http://www.gjola.is/en/p_odoindex.html>
http://www.gjola.is/en/p_odoindex.html
Sýningar nk. fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag kl. 20 í Tjarnarbíó. Miðapantanir í síma 5272100 eða á www.tjarnarbio.is ATH! Aðeins þessar fjórar sýningar
,,Verkið um Ódó sýnir einmitt hvað er hægt að gera mikið úr litlu. Með góðum leik, í þessu tilfelli hjá Þóreyju Sigþórsdóttir, en þó fyrst og fremst með afar vel skrifuðu handriti... VG
,,Þórey heldur manni gersamlega föngnum allan tímann, sem er ekki síst að þakka frábærri textameðferð hennar, skýrri og lifandi framsögn, hnitmiðuðum leik í hvívetna. JVJ
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2010 | 13:23
Íslenski Dansflokkurinn og Silesian Dance Theatre
Fimmtudaginn 21. okt kl. 20 verða tvær danssýningar sýndar í Tjarnarbíó: Singletrack eftir Jacek Luminski flutt af dönsurum ÍD og Colorblind eftir Sigríði Soffíu með dönsurum frá Silesian Dance Theatre. Þessar sýningar eru hluti af Dance Bridge verkefni Silesian Dance Theatre Pólandi, ÍD og SL á Íslandi og Samovarteateret Noregi.
Singletrack
List er líf, og lífið er fullt af list!
Verkið er falleg og nákvæm sýning með fimleika-ívafi, skipt niður í nokkrahluta sem taka á einstökum þáttum hins hversdagslega lífs. Líkaminn sem aðalskynfærið okkar og veraldleikin eru helstu þemu verksins en söguþráðurinn er fólgin í hinni lifandi heild sem endurskapast í hver skipti sem verkið er sett á svið.
Colorblind
Með tímanum áttaru þig á því að þó þú sért litblindur, þá er heimurinn í lit!
Colorblind er saga um tilveruna og ástand okkar í heiminum. Pólskur gagnrýnandi sagði eftirfarandi um sýninguna: Sýningin leiðir áhorfandan inn í heim þar táknmyndir mannlegs lífs taka á sig efnislega mynd. Frá myrkvuðu sviðinu berast raddir sem leiða okkur inn í hinn ímyndaða heim þar sem maðurinn tekst á við líf sitt í hvirfilvindi heimsins.
Nánar um Dance Bridge verkefnið
Verkefnið er unnið undir forystu Silesian Dance Theatre í samstarfi við Íslenska dansflokkinn, Sjálfstæða Leikhópa og Samovarteateret með styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi. Auk sýninga stendur hópurinn einnig að vinnusmiðjum og námskeiðum sem er mikilvægur hluti samstarfsins. Aðal tilgangur Dance Bridge er samanbræðingur ólíkra menninga þar sem listamenn
með ólíkar fagurfræðilegar hugmyndir og reynslu koma saman.
Silesian Dance Theatre
Dansarinn og danshöfundurinn Jack Luminski stofnaði hópinn árið 1991 í Póllandi. Síðan þá hefur hópurinn, undir leiðsögn Luminski, skapað sinn eigin stíl og er nú leiðandi afl í nútímadansi og leikhúsi í Póllandi. Það skipuleggur og framleiðir sýningar bæði í heimalandi sínu og út um allan heim auk þess að vera hluti af margvíslegum listrænum verkefnum.
Miðasala er í Tjarnarbíó, tjarnarbio.is og midi.is
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2010 | 13:19
Silesian Dance Theatre og Íslenski Dansflokkurinn
Fimmtudaginn 21. okt kl. 20 verða tvær danssýningar sýndar í Tjarnarbíó: Singletrack eftir Jacek Luminski flutt af dönsurum ÍD og Colorblind eftir Sigríði Soffíu með dönsurum frá Silesian Dance Theatre. Þessar sýningar eru hluti af Dance Bridge verkefni Silesian Dance Theatre Pólandi, ÍD og SL á Íslandi og Samovarteateret Noregi.
Singletrack
List er líf, og lífið er fullt af list!
Verkið er falleg og nákvæm sýning með fimleika-ívafi, skipt niður í nokkrahluta sem taka á einstökum þáttum hins hversdagslega lífs. Líkaminn sem aðalskynfærið okkar og veraldleikin eru helstu þemu verksins en söguþráðurinn er fólgin í hinni lifandi heild sem endurskapast í hver skipti sem verkið er sett á svið.
Colorblind
Með tímanum áttaru þig á því að þó þú sért litblindur, þá er heimurinn í lit!
Colorblind er saga um tilveruna og ástand okkar í heiminum. Pólskur gagnrýnandi sagði eftirfarandi um sýninguna: Sýningin leiðir áhorfandan inn í heim þar táknmyndir mannlegs lífs taka á sig efnislega mynd. Frá myrkvuðu sviðinu berast raddir sem leiða okkur inn í hinn ímyndaða heim þar sem maðurinn tekst á við líf sitt í hvirfilvindi heimsins.
Nánar um Dance Bridge verkefnið
Verkefnið er unnið undir forystu Silesian Dance Theatre í samstarfi við
Íslenska dansflokkinn, Sjálfstæða Leikhópa og Samovarteateret með styrkjum
frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi. Auk sýninga stendur hópurinn einnig
að vinnusmiðjum og námskeiðum sem er mikilvægur hluti samstarfsins. Aðal
tilgangur Dance Bridge er samanbræðingur ólíkra menninga þar sem listamenn
með ólíkar fagurfræðilegar hugmyndir og reynslu koma saman.
Silesian Dance Theatre
Dansarinn og danshöfundurinn Jack Luminski stofnaði hópinn árið 1991 í
Póllandi. Síðan þá hefur hópurinn, undir leiðsögn Luminski, skapað sinn
eigin stíl og er nú leiðandi afl í nútímadansi og leikhúsi í Póllandi. Það
skipuleggur og framleiðir sýningar bæði í heimalandi sínu og út um allan
heim auk þess að vera hluti af margvíslegum listrænum verkefnum.
Miðasala er í Tjarnarbíó, tjarnarbio.is og midi.is
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2010 | 14:02
Um Tjarnarbíó á Pressan.is
Eitt af elstu húsum Reykjavíkur gegnir nú fjölbreyttu hlutverki
SL fékk til liðs við sig arkitektinn Vilhjálm Hjálmarsson eftir að í ljós kom að til stæði að loka húsinu af öryggisástæðum vegna brunavarna. Húsið var komið í algjört lamasess. Í samvinnu voru gerðar áætlanir og teikningar og unnar upp tillögur sem svo voru lagðar fyrir borgarstjórn.
Eitt af því sem þótti hindrun var að hafa fast svið þar sem þessir leikhópar eru oft háðir frelsi og stærð sviðsýmis. Öll ástæða þótti til að nýta slíkt hús í þágu menningar almennt og miðuðu tillögurnar mjög að því að fjölnýta húsið.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2010 | 12:29
Búið að opna heimasíðu
Nú er búið að opna heimasíðuna www.tjarnarbio.is þar sem hægt er að fylgjast með hvað er á dagskrá.