Áhorfendabekkir á lausu - núna!

Þar sem framkvæmdir eru hafnar í Tjanarbíó og byrjað að rífa innan úr húsnæðinu eru  allir áhorfendabekkir leikhúsinns falir enda verða nýjir bekkir keyptir í húsnæðið eftir að framkvæmdum lýkur.  Hefur einhver áhuga á að eignast þessa bekki?  Þeir eru rauðir og eru um 10-12 ára gamlir.   Alls eru þetta um 200 sæti – í misjöfnu ástandi en sl. september  var farið yfir þá og nokkrir yfirdekktir og þrifnir.  Ekki er nauðsynlegt að kaupa alla í einu heldur mun framboð og eftirspurn ráða för.   Þar sem það verður að losna við bekkina sem fyrst til að framkvæmdir geti haldið áfram óskum við eftir skjótum viðbrögðum frá ykkur.  Hér er ekki tími til að vega og meta heldur hrökkva eða stökkva.  Bekkirnir verða að fara út úr húsinu nk. föstudag  25. apríl.  Að öðrum kosti verður þeim fargað.  Ef þið hafið áhuga þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu SL með því að senda tölvupóst á leikhopar@leikhopar.is og í kjölfarið munum við hafa samband til að fara yfir málin. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband