18.4.2008 | 13:47
Dans í hugans rými - Ördansahátíð 2008
Ördansahátíð verður haldin í sjötta sinn laugardaginn 10. maí 2008
í Kaffivagninum úti á Granda og hefst hátíðin klukkan 15.00.
Hátíðin í ár er helguð dansverkum hugans og munu þau ekki eiga sér stað í efnislegu formi.
Um er að ræða dansverk sem eru lesin eða þeim lýst og munu því verkin aðeins finna sér form í rými hugans.
Hátíðin hefur frá upphafi verið helguð stuttum, staðsértækum dansverkum.
Ördansahátíð var fyrst haldin árið 2003 í íbúð og garði við Nýlendugötuna, árið eftir í listasamsteypunni Klink og Bank
þá í Góða hirðinum og svo á Tjarnarbakkanum.
Síðast átti hátíðin sér stað í tímrýminu á milli 15.00 og 15.03, laugardaginn 7. apríl 2007.
Allt sem átti sér stað í þessu tímarými, hvar sem var á jörðinni, var ördans.
Aldrei hefur þátttakan verið eins mikil þó allflestir flytjendur hafi verið ómeðvitaðir um þátttöku sína í
þessari fimmtu Ördansahátíð sem teygði anga sína yfir gjörvalla jörðina.
Í ár fer hátíðin hinsvegar ekki fram í efnislegu rými heldur í hugans rými, nánar tiltekið í hugum áheyrenda
og því má fullyrða að aldrei hafi sýningarrýmið verið jafn ótakmarkað og nú.
Tekið verður á móti tilkynningum um verk fyrir hátíðina
á olofingolfs@hive.is eða steinunn_knutsdottir@hotmail.com.
Lokafrestur til að melda sig er 7.maí.
Tilgreina skal titil verksins og flytjanda.
Ef þess er óskað geta hátíðarhaldarar (Ólöf og Steinunn) lesið verkin
og skulu þá lýsingar berast á word skjali í viðhengi.
Hámarkslengd verkanna er 1800 slög með bilum (uþb. 300 orð).
Flutningur verkanna:
- Höfundar dansverka geta flutt verkið sjálfir eða fengið aðra til þess.
- Höfundar geta lesið verkin á þann hátt sem þeir kjósa.
- Áhorfendur munu sitja við borð með sinn kaffibolla meðan á hátíðinni stendur.
- Uppröðun borða á Kaffivagninum verður eins og venjulega.
- ATH! verkin skulu ekki vera lengri en 300 orð.
Öllum lífslistamönnum er opin þáttaka á hátíðinni.
Nánari upplýsingar veita Ólöf Ingólfsdóttir í síma 8976140 eða Steinunn Knútsdóttir í síma 6640488
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Tónlist | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.