Borko heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíó

borko

Tónlistarmaðurinn Borko heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói á fimmtudaginn til að fylgja eftir sinni fyrstu breiðskífu, Celebrating Life. Platan kom út í byrjun mars og hefur fengið lofsamlegar umsagnir hjá gagnrýnendum.

Hún var sögð „fyrsta íslenska snilldarplatan á árinu 2008" í Fréttablaðinu og „í heild sinni hreinasta afbragð" í Morgunblaðinu.

Borko til halds og traust verður hljómsveit sem er skipuð þeim: Núma Þorkatli Thomassyni, Guðmundi Óskari Guðmundssyni, Róberti Sturlu Reynissyni, Örvari Þóreyjarsyni Smárasyni, Leifi Jónssyni og Ara Braga Kárasyni.

Húsið opnar klukkan 20:30 en tónleikarnir hefjast kl. 21 og hljómsveitin Seabear hitar upp. Miðaverð er 1200 krónur og forsala fer fram á midi.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband