Lókal í Tjarnarbíó

LÓKAL, alþjóðleg leiklistarhátíð – sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi – verður haldin dagana 5. – 9. mars nk.  Markmiðið með hátíðinni er að kynna Íslendingum samtímaleikhús frá Evrópu og Bandaríkjunum og tefla um leið fram nýjum verkum íslensks leikhúsfólks.  Í fyrstu atrennu verður boðið upp á alls sjö leiksýningar.

Á sunnudeginum klukkan 22:00, sýna þau ERNA ÓMARSDÓTTIR og LIEVEN DOUSSELARE verkið The Talking Tree í Tjarnarbíó. Erna er einn fremsti og virtasti leikhúslistamaður Íslendinga, hefur farið víða um heim með sólóverkefni sín og hlotið frábæra dóma og viðtökur áhorfenda.

Áhorfendum er sérstaklega bent á að umræður verða eftir fyrstu sýningu á öllum verkum erlendu leikhópanna, með þátttöku þeirra.  Einnig verða umræður eftir íslensku sýningarnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband