Lókal og Fjalakötturinn fengu fjárframlög frá Reykjavíkurborg

Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkur úthlutaði styrkjum síðastliðinn föstudag. Það var ánægjulegt að sjá að Lókal, alþjóðleg leiklistarhátíð hlaut annan stærsta styrkinn að upphæð 2 milljónir króna og Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn hlaut 800.000 kr fyrir starfseminni.

Lókal, alþjóðleg leiklistarhátíð, verður haldin í fyrsta sinn í mars á þessu ári. Lókal er nýmæli á sviði leiklistar í borginni og mun án efa vera þakklát viðbót við þá miklu leiklistarstarfsemi sem fyrir er í landinu. SL mun vinna í samstarfi við Lókal í framtíðinni og stefnt er að því að nýtt og endurbætt Tjarnarbíó verði miðstöð hátíðarinnar þegar húsið opnar eftir framkvæmdir í mars 2009.

Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn stendur fyrir reglulegum kvikmyndasýningum í Tjarnarbíói. Markmið klúbbsins er að auka kvikmyndaúrval í Reykjavík með því að bjóða upp á myndir sem eru ekki að jafnaði í kvikmyndahúsum bæjarins. Fjalakötturinn mun hefja sýningar að nýju í Tjarnarbíó í febrúar.

Sem stendur er lítil starfsemi í Tjarnarbíói vegna uppmælingar á húsinu. Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt hjá Teiknistofunni Óðinstorgi hefur umsjón með mælingunum. Þessi uppmæling á Tjarnarbíói er mikilvæg til að heimildir um upphaflegt útlit hússins varðveitist. Er þetta liður í undirbúningi áður en framkvæmdir geta hafist í Tjarnarbíói. SL hlaut fjárveitingu árið 2006 frá Húsafriðunarnefnd til að mælingin gæti átt sér stað auk annars undirbúnings varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir í húsinu.

Tjarnarbíó hefur starfsemi aftur í febrúar meðal annars með kvikmyndasýningum á vegum Kvikmyndaklúbbsins Fjalakattarins eins og áður hefur komið fram. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband