9.12.2007 | 21:41
Á nýju ári
Tjarnarbíó verður áfram rekið af SL á næsta ári eða þangað til að framkvæmdir hefjast í húsnæðinu. Áætlað er að þær hefjist í apríl/maí 2008. Þessa dagana er verið að ganga frá bókunum í húsnæðið en þar mun að vanda verða boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Má þar nefna að kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn hefur aftur starfsemi sína, alþjóðlega leiklistarhátíðin Lókal verður með sýningar í Tjarnarbíó. Einnig verða að minnsta kosti 2-3 sýningar á vegum menntaskólana. Að lokum verður boðið upp á fjölbreytta tónleika ásamt nemendasýninga og einstakra viðburða. Um að gera að fylgjast með en hægt er að sjá dagskrá Tjarnarbíós á www.mbl.is/leikhus
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.