15.11.2007 | 18:20
Hedda Gabler frumsýnd í Tjarnarbíó
Hedda Gabler í uppsetningu Fjalakattarins verður frumsýnd í Tjarnarbíó föstudaginn 17. nóvember.
Hedda Gabler kom fyrst fyrir almenningssjónir árið 1891. Verkið fjallar um yfirstéttarkonu sem hrífst af ævintýralegu líferni, hugrekki og valdi, en sér slíkt einungis í tengslum við líf karla. Hún laðar þá að sér og kann vel við félagsskap þeirra en getur ekki lifað lífi sínu jafnfætis þeim.
Með þessu verki er Ibsen gagngert að fjalla um konu sem skortir hugrekki til að ná tökum á sínu eigin lífi, og þarf því að skipta sér af lífi annarra með skelfilegum afleiðingum.
Ibsen var ekki bara á undan sínum samtíma þegar hann sló fram þessari gagnrýni á stöðu konunnar, heldur tókst honum að varpa fram svo áleitinni spurningu, um það hvernig við sem manneskjur skilgreinum frelsi okkar og fjötra, að verkið virðist ávallt standast tímans tönn.
Leikarar
Eline McKay, Jón Ingi Hákonarson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Soffía Jakobsdóttir, Valdimar Flygenring, Alexía Björg Jóhannesdóttir og Sigurður Skúlason.
Miðasala er á www.midi.is og í síma 5512477
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.