LÓKAL í Tjarnarbíó 1.-4.september

LÓKAL-alþjóðleg leiklistarhátíð í Reykjavík verður haldin í fjórða sinn 1.- 4. september 2011



Verkefnaskrá LÓKAL að þessu sinni er afrakstur samstarfs og ráðagerða sem rekja rætur sínar sumpart nokkur ár aftur í tímann. Í fyrra var lögð sérstök áhersla á nýja norræna leiklist og er þeim  þræði haldið með því að bjóða til Reykjavíkur tveimur merkum leikhópum frá Osló og Helsinki; Verk Produksjoner og Obliva. Annar norskur leikhópur, Mobile Homes, er í samstarfi við netleikhúsið Herbergi 408 um nýtt verkefni sem sýnt verður á hátíðinni. Þá frumsýna íslenskir og vestur-íslenskir listamenn verkefnið The Island, að undirlagi Lókal og listahátíðarinnar Núna/Now í Winnipeg. Til þess að undirstrika enn frekar áhuga Lókal á að efla tengslin við ungt vestur-íslenskt listafólk, teflum við fram fleiri fulltrúum frá Winnipeg, en einnig frá Montreal þaðan sem leikhópurinn 2boysTV kemur með magnaða sýningu byggða á textum Jean Cocteau. Að lokum gefst leikhúsáhugafólki tækifæri til þess að sjá tvær frábærar sýningar frá síðasta leikári, unnar af leikhópunum Ég og vinir mínir og Aldrei óstelandi.


Nánari upplýsingar er að finna á  <http://www.lokal.is/> www.lokal.is og hjá Ragnheiði Skúladóttur, framkvæmdarstjóra í síma 895-6871.

Myndin er úr sýningu Verk Produksjoner, The Eternal Smile, ljósmyndari Tom Löberg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband