Janis Joplin Stund með Bryndísi Ásmunds

Söng og leikkonan Bryndís Ásmunds mun túlka hina einstöku Janis Joplin ásamt hljómsveit í Tjarnarbíó þann 30. apríl næstkomandi kl:20:00. Bryndís sló í gegn sem Janis Joplin í sýningunni um söngkonuna í Íslensku Óperunni og var tilnefnd til Grímunnar sem besta söngkona ársins 2009. Bryndís mun rifja upp helstu slagara söngkonunnar fræknu, en Janis var ein áhrifamesta og vinsælasta söngkona á sjöunda áratug síðustu aldar og er talin í hópi bestu rokksöngkvenna sögunnar, en hún söng einnig blús, kántrí og djass. Þetta verður án efa kraftmikið ferðalag sem enginn má missa af! 

Með Bryndísi spila Ingi Björn Ingason á bassa, Kristinn Snær Agnarsson á trommum, Stefán Örn Gunnlaugsson á hljómborð, Stefán Magnússon og Kjartan Baldursson á gítar.

Miðaverð 2.900 kr

Hægt er að nálgast miða á www.tjarnarbio.is og midi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband