24.2.2011 | 11:54
GRÍN OG GLENS töfrandi fjölskyldusýning 27.febrúar
Fjórir af bestu fjölskylduskemmtikröftum Íslands koma saman á sýningu sem er troðfull af skemmtilegheitum, gríni og glensi. Ef þú hefur gaman af töfrum og fíflalátum, þá er þetta sýning sem þú einfaldlega verður að sjá. Lalli Töframaður, einn sá flottasti í gríni og töfrageiranum hér á landi, mun koma fram með sína stórskemmtilegu útgáfu af spennandi töfrum og gríni. Einar Mikael, sem fékk m.a.standandi lófatak á hinni árlegu töfrasýningu íslenskra töframanna fyrir skömmu, mætir með frammúrskarandi og glænýtt
atriði sem inniheldur meðal annars töfradúfu. Jóhann og Jóhanna frá Sirkus Ísland munu leika á alls oddi og sýna ótrúlegt akróbat og trúða atriði eins og þeim einum er lagið, en atriðið er hluti af götusýningu þeirra sem þau hafa ferðast með um evrópu.
Grín & Glens er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ekki missa af þessu frábæra tækifæri til að eyða eftirmiðdegi með rjóma íslenskra grínista og fjöllistarfólks.
Miðasala á tjarnarbio.is og midi.is
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.