17.11.2010 | 17:02
Kreppan í Tjarnarbíó
Stefán Hallur Stefánsson leikari er á bólakafi í kreppunni enda fer hann með aðalhlutverk í tveimur áleitnustu verkum vetrarins er viðkoma málefnum tengdum hruni og siðspillingu. Í Enron fer hann með burðarhlutverk forstjóra Enron, Jeffreys Skillings, og í Mojito, nýju íslensku leikverki eftir leikskáldið Jón Atla Jónasson, fer hann með annað aðalhlutverka á móti Þóri Sæmundssyni. Forsýning á verkinu verður á þriðjudagskvöld og frumsýning á miðvikudagskvöld.
Stefán Hallur hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu misseri og hlaut til að mynda lof gagnrýnenda fyrir hlutverk sitt í Enron. Jú, ég er í kreppunni og fjalla um báðar hliðar á sama peningi, í Enron er fjallað um það sem við hefðum átt að draga lærdóm af, aðdragandann. Meðan í Mojito skoðum við eftirleikinn og glímuna við hann, segir Stefán.
Stefán Hallur kann vel við sig á sviðinu í Tjarnarbíói. Þær breytingar sem hafa verið gerðar hér innandyra eru til þess fallnar að halda lífi í sögu og gömlum anda hússins. Hér eru komnar betri græjur og gott fólk og þótt að húsið sé skemmtilegt til tónleikahalds þá hentar það líka vel til þess að setja upp leikverk.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.