Mojito - Nýtt íslenskt leikverk frumsýnt 17.nóv

Mojito

Glænýtt, bráðfyndið og sjóðandi heitt leikverk úr íslenskum raunveruleika eftir Jón Atla Jónasson

 

Leikarar: Stefán Hallur Stefánsson og Þórir Sæmundsson

Leikstjórn: Jón Atli Jónasson

Leikritið fjallar um tvo starfsmenn úr skilanefnd banka sem hittast fyrir tilviljun. Annar þeirra fer að rifja upp heimsókn sína á indversk/pakistanskan veitingastað í Reykjavík, sem endaði með ósköpum. Glös, borð og stólar voru brotin og slagsmál brutust út. Sögumaðurinn er hins vegar truflaður í miðjum klíðum af veitingamanninum, sem stígur inn í frásögnina og bætir við sinni hlið mála og kemur þá í ljós að atburðarásin er sögumanninum ekki jafn mikið í vil og hann vildi vera láta.

Undirliggjandi stef verksins eru afleiðingar efnahagshrunsins. Höfundur verksins, Jón Atli, segir að grunnstef verksins sé gildi frásagnar í tilveru okkar og hvað gerist þegar við missum valdið yfir okkar eigin frásögn. „Við skilgreinum tilveru okkar gegnum frásögn; með sögum sem við segjum um okkur sjálf og aðra. Mojito fjallar um mann sem missir valdið á eigin frásögn og verður berskjaldaður fyrir vikið. Við sjáum mörg dæmi um þetta í samfélaginu í dag; frásögn þekktra manna af því sem gerðist hér á landi rímar illa við það sem er satt. Að vissu leyti má segja að þetta sé það sem gerðist með sjálft hrunið. Fram að því réðum við yfir okkar eigin sögu. En þegar athygli umheimsins beindist að okkur vorum við ekki lengur einráð um hvernig sagan af því hvað gerðist hér var sögð."

Jón Atli Jónasson hefur heldur betur látið af sér kveða á síðustu árum með leikverkum sínum. Einleikur hans Djúpið var tilnefndur til Grímuverðlauna sem sýning ársins og hann sjálfur sem leikskáld ársins, auk þess sem kvikmynd byggð á verkinu er langt komin í tökum. Þá byggir kvikmyndin Brim, sem frumsýnd var í október, einnig á samnefndu leikriti Jóns Atla.

 (Tekið úr grein eftir Bergstein Sigurðsson, Fréttablaðið 5.nóvember 2010)

Hér má lesa viðtal við Jón Atla Jónasson í Fréttablaðinu

Hér má sjá myndskeið úr Ísland í dag með Jón Atla

 

Sýningar eru:

16.nóvember Kl. 20.00 Forsýning

17.nóvember Kl.20.00 Frumsýning UPPSELT

21.nóvember Kl.20.00

23.nóvember Kl.20.00

24.nóvember Kl.20.00

27.nóvember Kl.23.30

Miðaverð er 3500 kr og innifalið er fordrykkur (áfengur og óáfengur)

Miðasala er í gegnum Tjarnarbíó og midi.is

s. 5272102 - netfang: midasala@tjarnarbio.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband