Ódó á Gjaldbuxum í Tjarnarbíó 28.-31.október

ÓDÓ Á GJALDBUXUM SNÝR AFTUR

Þáttur slæðukonunnar í úlfakreppunni sem skekur heimsbyggðina um þessar mundir er ýmsum kunnur, þótt hann hafi enn ekki verið rannsakaður til fulls. Nú býður hún til stofu og segir frá uppvexti sínum í kofahreysi í útjaðri Reykjavíkur, rennir augum yfir hið  dularfulla skeið sem valdamesta manns á byggðu bóli og veitir gestum hlutdeild í glæpum sínum.  Ódóið afhjúpar sig,
en í vissum tilgangi þó.

ÓDÓ Á GJALDBUXUM -  þjóðleg hrollvekja var skrifuð á fyrra misseri 2005. Kveikja einleiksins var andrúmsloftið í þjóðfélaginu á þeim tíma og ekkihvað síst viðtöl í fjölmiðlum við útrásarvíkinga svokallaða.  Þau viðtöl, fréttir frá heimsbyggðinni, reykvískur hversdagur og íslenskur þjóðsagnaarfur, þetta eru uppspretturnar að sögu fordæðunnar.

Tónlist
Bára Grímsdóttir

Lýsing
Garðar Borgþórsson og Jóhann Bjarni Pálmason

Leikstjóri, höfundur, leikmynd og búningar
Ásdís Thoroddsen

Leikari
Þórey Sigþórsdóttir


Stiklur: http://vimeo.com/15626255 

Heimasíða Ódó: <http://www.gjola.is/en/p_odoindex.html>
http://www.gjola.is/en/p_odoindex.html



Sýningar nk. fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag kl. 20 í Tjarnarbíó. Miðapantanir í síma 5272100 eða á www.tjarnarbio.is ATH! Aðeins þessar fjórar sýningar


,,Verkið um Ódó sýnir einmitt hvað er hægt að gera mikið úr litlu. Með góðum leik, í þessu tilfelli hjá Þóreyju Sigþórsdóttir, en þó fyrst og fremst með afar vel skrifuðu handriti...“ VG

,,Þórey heldur manni gersamlega föngnum allan tímann, sem er ekki síst að þakka frábærri textameðferð hennar, skýrri og lifandi framsögn, hnitmiðuðum leik í hvívetna.“ JVJ

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband