7.9.2010 | 00:47
Tjarnarbíó opnar 1. október
Tjarnarbíó mun opna aftur 1. október nk. en til stóð að loka húsnæðinu fyrir fimm árum vegna slæms ástands. Hefur Reykjavíkurborg gert miklar endurbætur á húsnæðinu en Sjálfstæðu leikhúsin - SL hafa séð um reksturinn í nærri 20 ár fyrir borgina og munu halda því áfram.
Eftir stefnumótunarvinnu hjá SL árið 2003 var ákveðið að gera úttekt á húsnæðinu og koma með tillögur að endurbótum til borgarinnar. Markmið SL með tillögunum að á endurbótum í Tjarnarbíó var að skapa aðstöðu fyrir sjálfstæða atvinnuleikhópa, tónlistar,- og kvikmyndagerðarfólk þar sem þeim gefst tækifæri, rými og frelsi til listsköpunar.
Árið 2008 samþykkti svo borgarráði að ráðast í endurbæturnar en hægt er að kynna sér aðstöðuna, sætaskipan ofl. á www.leikhopar.is
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Stjórnmál og samfélag, Tónlist | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.