Færsluflokkur: Ferðalög

Menningarsjóður Íslands og Finnlands

Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og Íslands. Í því skyni veitir sjóðurinn árlega ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir einstaklingum en stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina. Styrkir til að sækja norrænar eða alþjóðlegar ráðstefnur koma að jafnaði ekki til greina.

Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir tímabilið 1. júní 2009 - 31. maí 2010 skulu berast sjóðsstjórninni Hanaholmen - kulturcentrum för Sverige og Finland, FI-021000 Esbo, Finland, í síðasta lagi 28. febrúar 2009. Ákvörðun um úthlutun úr sjóðnum verður tekin fyrir lok maí nk.

Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku eða norsku. Sérstök umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Einnig er unnt að nálgast eyðublöðin á vefnum, menntamalaraduneyti.is.

Stjórn Menningarsjóðs Íslands og Finnlands, 1. febrúar 2009


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband