Færsluflokkur: Menning og listir
26.11.2012 | 14:54
Ævintýrið um Augastein í Tjarnarbíó
Ævintýrið um Augastein er hugljúft jólaævintýri sem frumsýnt var fyrir 10 árum og hefur verið sýnt reglulega á aðventunni bæði hér á landi og í Bretlandi. Verkið byggir á sögunum um sveinstaulana þrettán, syni Grýlu og Leppalúða, sem áttu það til að hrella fólk um jólaleytið, en í ævintýri leikhópsins er það drengurinn Augasteinn sem allt snýst um. Hann lendir fyrir tilviljun í höndum jólasveinanna hrekkjóttu, sem vilja ólmir taka hann að sér, en þegar Grýla kemst á snoðir um tilvist hans æsist leikurinn. Ná jólasveinarnir að bjarga Augasteini úr klóm Grýlu og jólakattarins áður en jólin ganga í garð?
Sýningar eru:
Sunnudaginn 2. des. kl. 14 og 16
Sunnudaginn 9. des kl. 14 og 16 uppselt
Sunnudaginn 16. des kl. 14
Miðaverð er 2500
Leikari: Orri Huginn Ágústsson
Meðleikari og sviðsstjóri: Guðmundur Felixson
Höfundur: Felix Bergsson
Brúður og leikmynd: Helga Arnalds
Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason
Tónlistarstjóri: Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson
Upptökustjóri: Sveinn Kjartansson
Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir.
2.1.2012 | 14:03
Póker í Tjarnarbíó
Leikhópurinn Fullt Hús sýnir Póker eftir Patrick Marber
Leikverkið er svört kómedía sem kafar í heim karlmennsku, valdatafls, pókerspilamennsku, keppnisanda, fíknar og kennir öllum að þú skalt ávallt spila með andstæðinginn en ekki spilin sjálf sama hvað er í hvað er í húfi. Þetta er bráðskemmtilegt verk sem samsvarar mjög vel því sem er að gerast í samfélaginu í dag.
Leikritið hefur farið sigurförum um allt Bretland og Bandaríkin og unnið til margra verðlauna. T.d. Besta West End leikritið valið af samtökum leikskálda árið 1995 og var einnig valinn besti gamanleikurinn sama ár af Evening Standard.
Leikstjóri: Valdimar Örn Flygenring Leikarar: Jón Stefán Sigurðsson , Ellert A. Ingimundarson, Þorsteinn Gunnar Bjarnason, Magnús Guðmundsson, Finnbogi Þorkell Jónsson, Ingi Hrafn Hilmarsson.
Framleiðandi: Vala Ómarsdóttir
Ljósahönnun: Björn Elvar Sigmarsson
Hljóðmynd: Ásta Kristín Guðrúnardóttir
Leikmynd: Svanur Þór Bjarnason
Tæknistjórn: Hinrik Þór Svavarsson
Sýningarstjóri: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir
Lagaval: Arnar Snær Davíðsson
Höfundur verks: Patrick Marber
Þýðandi: Jón Stefán Sigurðsson
Frekari upplýsingar: http://www.fullthus.net
11.11.2011 | 13:00
Salon
What: New Play Staged Readings in English and Icelandic.
Where: Tjarnarbio
When: 23rd 28th November, 5th and 12th 13th, 14th and 15th December
Time: House Opens 20.00 gig starts 20.30
How much: 1500 ISK per gig includes a free beer or 4 gigs and 4 beers 4,500 ISK
A new night of critically acclaimed and as yet un-produced in Iceland, stage readings of new works, performed by Icelandic actors.
1. 'Knives in Hens' by David Harrower Wednesday 23rd November. A STAGED READING IN ENGLISH
2. 'Strawberries in January' by Evelyne de la Cheneliere in a version by Rona Munro Monday 28th 0f November A STAGED READING IN ENGLISH
3. 'When I was a Girl I used to Scream and Shout' by Sharman Macdonald Monday 5th of December A STAGED READING IN ENGLISH
4. The BAD BOYS XMAS SHOW! 'The Night before Christmas' by Anthony Neilson Monday 12th, Tuesday 13th, Wednesday 14th, Thursday 15th of December. A PRODUCTION IN ICELANDIC
DOORS OPEN 8PM ALL SALON EVENTS START AT 8.30PM
29.9.2011 | 13:57
Söngleikir með Margrét Eir
Góð tónlist, góður matur, Grín og jafnvel tár!
Sýningin "Söngleikir með Margrét Eir" hefst 8. október. Eins og nafnið gefur til kynna ætlar Margrét að syngja lög úr helstu söngleikum - nýjum, gömlum, þekktum og óþekktum. Má til dæmis nefna söngleiki eins og Cats, Company, Song and Dans, Cabaret og Les Misarable. Margrét Eir hefur löngum verið viðloðin söngleikjaskemmtanir á íslandi, eða frá því hún birtist í Hárinu í Íslensku Óperunni 1994. Síðan þá hefur hún varið tíma í Bandaríkjunum og kynnt sér formið til hlítar. Í Tjarnarbíó mun hún flytja lögin í ljúfri, rómantískri kaffihúsa-stemmingu og deila með áhorfendum upplifun sinni á tónlistinni.
Á hverri sýningu kemur einnig gestasöngvari og þar á meðal eru Þór Breiðfjörð, Ágúst Ólafsson, Heiða Ólafsdóttir og Sigríður Eyrún. Píanóleikari á sýningunni er Vignir Þór Stefánsson.
Ef þú vilt gera meira úr kvöldinu þá er hægt að panta borð og njóta kræsinga frá einum af okkar bestu kokkum Friðriki V sem er þekktur fyrir gæði í mat og þjónustu. Nánari upplýsingar um Friðrik V má finna á heimasíðunni www.fridrikv.is
Einlægir aðdáendur söngvamynda og söngleikja ættu ekki að láta þessa kvöldstund fram hjá sér fara.
Sýningar verða:
laug. 8 okt
Fös 21 okt
Lau 22. okt
Sun 30 okt
Lau 19 nóv
laug 10 des
Verð:
5400 kr fyrir mat og sýningu (Húsið opnar 18.30 og matur er borin fram 19.00. Sölu á þessum miðum verður hætt degi fyrir sýningu)
2900 kr fyrir sýninguna (byrjar klukkan 20.00)
Hópar: Hafið samband við Tjarnarbíó í síma 5272102 eða midasala@tjarnarbio.is
6.9.2011 | 12:29
Eftir Lokinn frumsýnt í október
Eftir Lokin segir frá tveimur einstaklingum, Markúsi og Lísu, vinnufélögum sem eru innilokuð í sprengjubyrgi eftir kjarnorkuárás. Markús sannfærir hana um að best sé að halda sig til hlés og reyna að þrauka í gegnum hörmungarnar. Samskipti þeirra einkennast af togstreitu, spennu og valdabaráttu tveggja gjörólíkra aðila sem eru innilokuð neðanjarðar. Ástandið er eldfimt og spurningin er: Þau lifðu hörmungarnar af en lifa þau af hvort annað?
Leikararnir Lilja Noìtt Þoìrarinsdoìttir og Sveinn Oìlafur Gunnarsson hafa getið seìr gott orð í leikhúsinu undanfarin aìr, auk þess sem þau hafa verið mjög aìberandi aì kvikmyndatjöldum og sjoìnvarpsskjaìum landsins.
Sveinn Ólafur Gunnarsson útskrifaðist frá Leiklistardeild LHÍ vorið 2006. Frá útskrift hefur Sveinn leikið fjölmörg hlutverk, bæði á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum. Ber þar helst að nefna sýninguna Dubbelduch með Vesturporti, Verði þér að góðu, með Ég og vinir mínir, Rautt brennur fyrir í Borgarleikhúsinu og Fool for love með Silfurtunglinu, en Sveinn hlaut tilnefninguna til Grímunnar 2008 fyrir leik í aðalhlutverki fyrir það hlutverk. Sveinn lék einnig í sjónvarpsseríunni Pressan og nuì iì september er væntanleg nyì iìslensk kvikmynd, Aì annan veg, þar sem Sveinn Oìlafur er iì burðarrullu.
Lilja Nótt Þórarinsdóttir útskrifaðist frá Leiklistardeild LHÍ vorið 2009. Hún lék í kvikmyndunum Strákarnir okkar og Reykjavík-Rotterdam áður en hún lauk námi, sem og í sjónvarpsþáttunum Rétti og Ástríði. Lilja hefur einnig tekið þátt í ýmsum verkefnum á leiklistarhátíðunum Art Fart og Lókal, og í uppsetningu leikhópsins Vér morðingjar á Bubba kóngi.
Lilja hefur verið fastráðin í Þjóðleikhúsinu frá útskrift, þar sem hún hefur leikið í Brennuvörgunum, Gerplu og nú síðast Snæfríði Íslandssól í Íslandsklukkunni.
Stefán Hallur Stefánsson útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2006. Hann hefur starfað með Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Vesturporti, Vér Morðingjum, Sokkabandinu, ART í Bandaríkjunum og CDN Orleans í Frakklandi.
Stefaìn Hallur hefur verið aìberandi iì iìslensku leikhuìsliìfi, nuì siìðast sem Jaìtmundur iì Griìmuverðlaunasyìningu aìrsins 2010, Leì Konungi og Jeff Skilling iì roìmaðri syìningu Borgarleikhuìssins aì ENRON. Einnig hefur hann leikið í fjölmörgum fleiri sýningum hjá Þjóðleikhúsinu, svosem Heddu Gabler, Íslandsklukkunni, Gerplu, Brennuvörgunum, Óhappi og Legi. Stefán Hallur hefur leikið í ýmsum kvikmyndum og sjónvarpi og má þar helst nefna hlutverk hans í Pressu, Jóhannesi, Desember, Roklandi og Djúpinu.
Siìðasta leikstjoìraverkefni Stefaìns var Macbeth iì Þjoìðleikhuìsinu.
Sýningar verða:
29 okt Frumsýning
3. nóv
5. nóv
12. nóv
17. nóv
18. nóv
25. nóv
26.nóv
2. des
3. des
Sýningar hefjast klukkan 20.00
9.8.2011 | 14:30
LÓKAL í Tjarnarbíó 1.-4.september
LÓKAL-alþjóðleg leiklistarhátíð í Reykjavík verður haldin í fjórða sinn 1.- 4. september 2011
Verkefnaskrá LÓKAL að þessu sinni er afrakstur samstarfs og ráðagerða sem rekja rætur sínar sumpart nokkur ár aftur í tímann. Í fyrra var lögð sérstök áhersla á nýja norræna leiklist og er þeim þræði haldið með því að bjóða til Reykjavíkur tveimur merkum leikhópum frá Osló og Helsinki; Verk Produksjoner og Obliva. Annar norskur leikhópur, Mobile Homes, er í samstarfi við netleikhúsið Herbergi 408 um nýtt verkefni sem sýnt verður á hátíðinni. Þá frumsýna íslenskir og vestur-íslenskir listamenn verkefnið The Island, að undirlagi Lókal og listahátíðarinnar Núna/Now í Winnipeg. Til þess að undirstrika enn frekar áhuga Lókal á að efla tengslin við ungt vestur-íslenskt listafólk, teflum við fram fleiri fulltrúum frá Winnipeg, en einnig frá Montreal þaðan sem leikhópurinn 2boysTV kemur með magnaða sýningu byggða á textum Jean Cocteau. Að lokum gefst leikhúsáhugafólki tækifæri til þess að sjá tvær frábærar sýningar frá síðasta leikári, unnar af leikhópunum Ég og vinir mínir og Aldrei óstelandi.
Nánari upplýsingar er að finna á <http://www.lokal.is/> www.lokal.is og hjá Ragnheiði Skúladóttur, framkvæmdarstjóra í síma 895-6871.
Myndin er úr sýningu Verk Produksjoner, The Eternal Smile, ljósmyndari Tom Löberg
5.8.2011 | 10:47
School of Transformation sýnt í Tjarnarbíó í Ágúst.
Röddin:
skýrðu muninn á neytanda og fíkli!
skýrðu muninn á innkaupum og kosningum!
skýrðu muninn á hlýnun jarðar og efnahagslegri útþenslu!
skýrðu muninn á mönnum og dýrum!
skýrðu muninn á anda og líkama!
skýrðu muninn á raunveruleika og sýndarveruleika!
skýrðu muninn á ást og peningum!
„School of Transformation“ er gagnvirkt leikverk um Netið; hinn hnattræna leikvöll þar sem sviðsetning, neysluhyggja og langanir stýra hegðun manna. Þessi fimm klukkutíma langa skemmtun leiðir áhorfendur í gegnum einstakt ferli þar sem komist er að kjarna málsins með leikrænni upplifun og fræðslu auk þess sem boðið er upp á veitingar. Áhorfandinn sest á skólabekk og lærir að skilja betur afleiðingar þess sem hann kýs, um leið og frumstæðar hvatir hans og kraftar veita honum færi á að nýta menntun sína tafarlaust.
Sýningin er samvinnuverkefni netleikhússins Herbergi 408 (tilnefnt til Prix-Europa verðlaunanna 2010) og norska leikhópsins Mobile Homes.
30.5.2011 | 14:54
Sumarnámskeið í Tjarnarbíó
Sirkus Íslands og Leynileikhúsið munu standa fyrir námskeiðum fyrir krakka í Tjarnarbíó í sumar. Sirkus-námskeið Sirkus Íslands verða í júní en Leynileikhúsið mun vera með leiklistar- og söngleikjanámskeið í júlí.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um námskeið Sirkus Íslands hér, og námskeið Leynileikhússins hér.
29.4.2011 | 16:13
Janis Joplin Stund með Bryndísi Ásmunds
Söng og leikkonan Bryndís Ásmunds mun túlka hina einstöku Janis Joplin ásamt hljómsveit í Tjarnarbíó þann 30. apríl næstkomandi kl:20:00. Bryndís sló í gegn sem Janis Joplin í sýningunni um söngkonuna í Íslensku Óperunni og var tilnefnd til Grímunnar sem besta söngkona ársins 2009. Bryndís mun rifja upp helstu slagara söngkonunnar fræknu, en Janis var ein áhrifamesta og vinsælasta söngkona á sjöunda áratug síðustu aldar og er talin í hópi bestu rokksöngkvenna sögunnar, en hún söng einnig blús, kántrí og djass. Þetta verður án efa kraftmikið ferðalag sem enginn má missa af!
Með Bryndísi spila Ingi Björn Ingason á bassa, Kristinn Snær Agnarsson á trommum, Stefán Örn Gunnlaugsson á hljómborð, Stefán Magnússon og Kjartan Baldursson á gítar.
Miðaverð 2.900 kr
Hægt er að nálgast miða á www.tjarnarbio.is og midi.is
31.3.2011 | 08:50
Tjarnarbíó auglýsir eftir viðburðum!
Tjarnabíó, heimili Sjálfstæðu leikhúsanna, auglýsa eftir:
- Listviðburðum frá 1. september 2011 til 31. Júlí 2012. Tjarnarbíói hefur frá opnun 1. október 2010 og boðið upp á fjölbreyttar leik,- og danssýningar, tónleika og kvikmyndasýningar. Vinsamlegast sendið með umsókninni ítarlegar upplýsingar um umfang, áætlaðan sýningafjölda, kostnaðaráætlun og aðstandendur. Einnig er nauðsynlegt að gefa upp fyrsta og annan valkost á dagsetningum.
- Annarskonar viðburðum s.s. fyrirlestrum, hátíðum, fundum, veislum, námskeiðum o.s.frv.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um verðskrá, teikningar, tækjalista og sætauppröðun á www.tjarnarbio.is
Umsóknir skulu sendar rafrænt á tjarnarbio@tjarnarbio.is í síðasta lagi 4. apríl 2011.