Færsluflokkur: Tónlist

Póker í Tjarnarbíó

poker

Leikhópurinn Fullt Hús sýnir Póker eftir Patrick Marber

Leikverkið er svört kómedía sem kafar í heim karlmennsku, valdatafls, pókerspilamennsku, keppnisanda, fíknar og kennir öllum að þú skalt ávallt spila með andstæðinginn en ekki spilin sjálf sama hvað er í hvað er í húfi. Þetta er bráðskemmtilegt verk sem samsvarar mjög vel því sem er að gerast í samfélaginu í dag.

Leikritið hefur farið sigurförum um allt Bretland og Bandaríkin og unnið til margra verðlauna. T.d. Besta West End leikritið valið af samtökum leikskálda árið 1995 og var einnig valinn besti gamanleikurinn sama ár af Evening Standard.

Leikstjóri: Valdimar Örn Flygenring Leikarar: Jón Stefán Sigurðsson , Ellert A. Ingimundarson, Þorsteinn Gunnar Bjarnason, Magnús Guðmundsson, Finnbogi Þorkell Jónsson, Ingi Hrafn Hilmarsson.

Framleiðandi: Vala Ómarsdóttir

Ljósahönnun: Björn Elvar Sigmarsson

Hljóðmynd: Ásta Kristín Guðrúnardóttir

Leikmynd: Svanur Þór Bjarnason

Tæknistjórn: Hinrik Þór Svavarsson

Sýningarstjóri: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir

Lagaval: Arnar Snær Davíðsson

Höfundur verks: Patrick Marber

Þýðandi: Jón Stefán Sigurðsson

Frekari upplýsingar: http://www.fullthus.net


Tjarnarbíó opnar 1. október

Tjarnarbíó mun opna aftur 1. október nk. en til stóð að loka húsnæðinu fyrir fimm árum vegna slæms ástands. Hefur Reykjavíkurborg gert miklar endurbætur á húsnæðinu en Sjálfstæðu leikhúsin - SL hafa séð um reksturinn í nærri 20 ár fyrir borgina og munu halda því áfram.

Eftir stefnumótunarvinnu hjá SL árið 2003 var ákveðið að gera úttekt á húsnæðinu og koma með tillögur að endurbótum til borgarinnar.  Markmið SL með tillögunum að á endurbótum í Tjarnarbíó var að skapa aðstöðu fyrir sjálfstæða atvinnuleikhópa, tónlistar,- og kvikmyndagerðarfólk  þar sem þeim gefst tækifæri, rými og frelsi til listsköpunar. 

Árið 2008 samþykkti svo borgarráði að ráðast í endurbæturnar en hægt er að kynna sér aðstöðuna, sætaskipan ofl. á www.leikhopar.is


Tjarnarbíó opnar í haust!

Í síðustu viku ákvað borgarráð að veita þeim fjármunum sem upp á vantaði til að klár framkvæmdirnar í Tjarnarbíó.  Því ber að fagna en SL hefur barist fyrir því að endurbótum á húsnæðið verið lokið sem fyrst en þær hófust fyrir rúmum 2 árum.  Stefnt er að því að hægt verði að opna húsnæðið í haust en ekki er komin endanleg dagsetning á hvenær það getur orðið.

Dans í hugans rými - Ördansahátíð 2008



Ördansahátíð verður haldin í sjötta sinn laugardaginn 10. maí 2008
í Kaffivagninum úti á Granda og hefst hátíðin klukkan 15.00.


Hátíðin í ár er helguð dansverkum hugans og munu þau ekki eiga sér stað í efnislegu formi.
Um er að ræða dansverk sem eru lesin eða þeim lýst og munu því verkin aðeins finna sér form í rými hugans.
 
Hátíðin hefur frá upphafi verið helguð stuttum, staðsértækum dansverkum.
Ördansahátíð var fyrst haldin árið 2003 í íbúð og garði við Nýlendugötuna, árið eftir í listasamsteypunni Klink og Bank
þá í Góða hirðinum  og svo á Tjarnarbakkanum.
Síðast átti hátíðin sér stað í tímrýminu á milli 15.00 og 15.03, laugardaginn 7. apríl 2007.
Allt sem átti sér stað í þessu tímarými, hvar sem var á jörðinni, var ördans.
Aldrei hefur þátttakan verið eins mikil þó allflestir flytjendur hafi verið ómeðvitaðir um þátttöku sína í
þessari fimmtu Ördansahátíð sem teygði anga sína yfir gjörvalla jörðina.
 
Í ár fer hátíðin hinsvegar ekki fram í efnislegu rými heldur í hugans rými, nánar tiltekið í hugum áheyrenda
og því má fullyrða að aldrei hafi sýningarrýmið verið jafn ótakmarkað og nú.

 
Tekið verður á móti tilkynningum um verk fyrir hátíðina
á
olofingolfs@hive.is eða steinunn_knutsdottir@hotmail.com.
Lokafrestur til að melda sig er 7.maí.

Tilgreina skal titil verksins og flytjanda.
Ef þess er óskað geta hátíðarhaldarar (Ólöf og Steinunn) lesið verkin
og skulu þá lýsingar berast á word skjali í viðhengi.
Hámarkslengd verkanna er 1800 slög með bilum (uþb. 300 orð).

Flutningur verkanna:
 
  • Höfundar dansverka geta flutt verkið sjálfir eða fengið aðra til þess.
  • Höfundar geta lesið verkin á þann hátt sem þeir kjósa.
  • Áhorfendur munu sitja við borð með sinn kaffibolla meðan á hátíðinni stendur.
  • Uppröðun borða á Kaffivagninum verður eins og venjulega.
  • ATH! verkin skulu ekki vera lengri en 300 orð.

Öllum lífslistamönnum er opin þáttaka á hátíðinni.
Nánari upplýsingar veita Ólöf Ingólfsdóttir í síma 8976140 eða Steinunn Knútsdóttir í síma 6640488

Kulturkontakt Nords andra ansökningsrunda för år 2008!

Fr.o.m. onsdagen den 2 april tar Kulturkontakt Nord åter igen emot ansökningar. Denna gång inom modulen för Mobilitets- och residensprogrammet.

Ansök nu:
- Modulen för mobilitetsstöd
- Modulen stöd till nätverk: Kortvarigt nätverksstöd

Ansökningsfristen inom båda modulerna är: 30 april 2008.

Se www.kknord.org för information om kriterier och behörighet.

Ansökningsblanketter, samt instruktioner för hur man ansöker, finns tillgängliga på http://applications.kknord.org/user . Ansökningstiden för tidsfristen är kl. 23.59 (CET).
Kulturkontakt Nord mottar endast ansökningar som sänds in via de elektroniska ansökningsblanketterna.

Ansökningarna behandlas av sakkunniga från Mobilitets- och residensprogrammet. Ansökarna meddelas om beviljningar och avslag cirka sju veckor efter ansökningsfrist.

Borko heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíó

borko

Tónlistarmaðurinn Borko heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói á fimmtudaginn til að fylgja eftir sinni fyrstu breiðskífu, Celebrating Life. Platan kom út í byrjun mars og hefur fengið lofsamlegar umsagnir hjá gagnrýnendum.

Hún var sögð „fyrsta íslenska snilldarplatan á árinu 2008" í Fréttablaðinu og „í heild sinni hreinasta afbragð" í Morgunblaðinu.

Borko til halds og traust verður hljómsveit sem er skipuð þeim: Núma Þorkatli Thomassyni, Guðmundi Óskari Guðmundssyni, Róberti Sturlu Reynissyni, Örvari Þóreyjarsyni Smárasyni, Leifi Jónssyni og Ara Braga Kárasyni.

Húsið opnar klukkan 20:30 en tónleikarnir hefjast kl. 21 og hljómsveitin Seabear hitar upp. Miðaverð er 1200 krónur og forsala fer fram á midi.is.


Benny Crespo´s Gang - Útgáfutónleikar

Benny

Útgáfutónleikar Benny Crespo´s Gang verða í Tjarnarbíói miðvikudagskveldið 19. desember. Húsið opnar kl. 20:47 og er forsala í verslunum Skífunnar, BT og á midi.is

Benny Crespo´s Gang er hiklaust ein áhugaverðasta hljómsveit landsins um þessar mundir og fyrstu plötu hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu í rokkheimum og dómar og viðtökur hafa ekki látið á sér standa. ,,Gítarkennd, hljóðgerfluð, popp, metal kássa" eru orð sem kunna að koma upp í hugann. Og kannski ekki. Þú verður bara að kanna hvort Benny Crespo´s Gang, sem er rómað tónleikaband, nær að skila ótrúlegri orkunni inn á plötu. Magnús, Lovísa, Helgi og Bassi eru þó sammála um það hafi tekist, þótt þau séu ekki sammála um neitt annað.

Linkur: http://www.myspace.com/bennycresposgang


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband